2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
24.6.2017

Metveiði hjá fyrsta holli í Langá

Opnunarhollið í Langá á Mýrum landaði 67 löxum sem ku vera met. Stórstreymt er um helgina og því ætti töluvert af laxi að ganga í ána á næstu dögum.

Veiðin fór vel af stað í Langá á Mýrum eins og áður hefur komið fram hér á Flugum. 20 laxar komu á land á fyrstu vakt og nú þegar allt hefur verið talið er ljóst að fyrsta hollið landaði 67 löxum. Það er nýtt met samkvæmt staðarhaldara að því er fram kemur á vef Stangveiðifélagsins. Í Langá er venjan sú að opnunarhollið veiði í 2,5 daga, heilan dag 21. og 22. júní og til hádegis 23. júní. Opnunarhollið lauk því veiðum á hádegi á föstudag.

Að sögn Stjána Ben hjá Stangveiðifélaginu er mikið af laxi genginn í ána og hefur hann dreift sér vel og því rúmt um þær átta stangir sem eru að veiðum næstu daga. Útlitið er gott en stórstreymt er nú um helgina og ætti því tluvert að ganga af laxi í ána á næstu dögum. Enn er eitthvað af lausum veiðileyfum í Langá í sumar.

13.10.2017

Lax og urriðadans

8.8.2017

Fluga aldarinnar