2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
2.7.2017

Orri Vigfússon kveður

Helsti frumkvöðull í verndun villta Atlantshafslaxins, Orri Vigfússon, lést í gær á sjötugasta og fimmta aldursári. Orri stofnaði Verndarsjóð villtra laxastofna (NASF) fyrir 27 árum og hefur notið virðingar víða um heim fyrir störf sín í þágu verndar villtra laxa.

Hann hlaut um ævina fjölda verðlauna og viður­kenn­inga fyr­ir óeigingjarnan og óþrjótandi baráttuvilja sinn á þess sviði, meðal annars hina íslensku fálkaorðu.
 
Orri var einarður anstæðingur sjókvíaeldis við Íslandsstrendur og sýndi mikla þrautsegju í baráttunni gegn uggvænlegum áformum um slíkt eldi á Vestfjörðum, Austfjörðum og í Eyjafirði. Myndin sem fylgir var tekin í mars þegar hann boðaði bæjarfulltrúa á Akureyri á fund sinn á veitingahúsinu Greifanum þar i bæ til að kynna fyrir þeim hættuna sem stafar af fyrirhuguðu sjókvíaeldi í Eyjafirði.
 
Blessuð sé minning Orra Vigfússonar.
 
-rhr
13.10.2017

Lax og urriðadans

8.8.2017

Fluga aldarinnar