2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
9.7.2017

Selá komin í 110 laxa

Um miðjan dag hafði 110 löxum verið landað í Selá í Vopnafirði sem er svipað og á sama tíma í fyrra. Selá er síðsumarsá og besti tíminn fer nú senn í hönd. 

Stærsti laxinn fram að þessu var 95 sm og það er talsvert af fiski að ganga í ána. Veiðimenn sjá á hverri vakt nýja fiska strika upp ána, bæði stórlax og smálax. Mjög gott vatn er í ánni og aðstæður því allar eins og best verður á kosið.

-rhr

13.10.2017

Lax og urriðadans

8.8.2017

Fluga aldarinnar