2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
15.7.2017

Ólafsfjarðará opnuð með látum

Stjórnarmenn úr Stangaveiðifélagi Akureyrar og stangaveiðifélaginu Flugunni, sem hafa Ólafsfjarðará á leigu, opnuðu ána með látum í dag og Flugufréttir voru á staðnum. Fjórir veiddu hver sinn hluta úr degi og hverjum þeirra einungis leyft að hirða einn fisk svo ekki yrði tekið of mikið áður en almenn veiði hefst á morgun. 

Skemmst er frá því að segja að það var nýr fiskur um alla á og það vænn. Stærsta bleikjan sem var landað og sleppt aftur var hvorki meira né minna en 60 sm en afar sjaldgæft er að svo stórar sjóbleikjur veiðist í Ólafsfjarðará. Önnur mældist 47 sm og nokkrar minni en gullfallegar komu á land. Einn urriði veiddist. Fiskurinn tók mest púpur, svo sem Krókinn og Pheasant Tail, en einnig litlar straumflugur.

Fjórar stangir eru leyfðar í Ólafsfjarðará og er kvótinn 12 fiskar á stöng sem Flugur.is hafa marglýst yfir að er allt of mikið. Það er skoðun okkar að nú þegar sjóbleikjan á mjög undir högg að sækja sé fáránlegt að við bestu aðstæður séu 48 fiskar teknir úr ánni á einum degi og síðan kannski dag eftir dag. Vonandi verður kvótinn lækkaður von bráðar til að vernda þennan sjóbleikjustofn.

Myndin var tekin í dag í Ólafsfirði og sýnir veiðimann glíma við væna og nýrunna sjóbleikju.

13.10.2017

Lax og urriðadans

8.8.2017

Fluga aldarinnar