Laxá á Ásum er full af fiski um þessar mundir. Meira er af laxi í ánni nú en á sama tíma undanfarin ár. Að því er fram kemur á Facebook-síðu árinnar er lax um alla á og sumir hylir eru stappfullir af fiski.
Undanfarinn sólarhring hafa 29 laxar komið á land í Laxá á Ásum, 11 í gærkvöldi og 18 í morgun.
Samkvæmt nýjustu tölum Landssambands veiðifélaga, sem birtar voru á miðvikudag, hafði 251 lax komið á land í Laxá á Ásum.
Myndir/Facebooksíða Laxá á Ásum.