Ásgeir Ebenesar var i Soginu í gærkvöldi og fyrrakvöld. Hann var á Breiðunni í landi Ásgarðs og veiddi vel, sérstaklega miðað við hvað hann staldraði stutt við.
Hann fékk boð um klukkan 18.00 um að reyna sig á Breiðunni og kominn þangað kl 19.40. "Átta mínútum síðar var hann búinn að setja í fyrsta laxinn. Alls náði hann einni bleikju og fjórum löxum, þar af var einn tveggja ára lax, 87 sentímetra langur.
Hann reyndi án árangurs í rokinu og rigningunni í gærmorgun en um kvöldið var hann að í rúma klukkustund og náði þá tveimur löxum og einum sjóbirtingi. "Annar laxinn var örlax, rétt um kíló að þyngd. Hinn var fallegur eins árs lax, um þrjú kíló. Allir þessir laxar voru nýgengnir og lúsugir," sagði Ásgeir, ánægður með stundirnar á Breiðunni í Ásgarði.
-þgg