2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
24.7.2017

Kátína í Kjósinni

Síðasta þriggja daga holl í Kjósinni var með tæplega 70 laxa og þegar það lauk veiðum höfðu yfir 400 laxar komið á land í sumar, en allt síðasta ár gaf áin 601. Það stefnir því í mun betra veiðisumar nú en þá.

Haraldur Eiríksson hjá Hreggnasa segir að skilyrði til veiða hafi verið mjög góð það sem af er sumri. "Vatnsstaðan hefur verið mjög góð. Hér hefur suðaustan áttin verið ríkjandi, vindurinn hefur komið niður Kjósarskarðið með tilheyrandi rigningum sem hafa gefið okkur draumavatn í allt sumar. Vatnið hefur reyndar verið það mikið að erfitt hefur verið að veiða Kvíslarfoss, einn besta veiðistað árinnar, en það hefur hefur ekki komið að sök, aðrir staðir hafa verið að þeim mun sterkari," segir Haraldur.

 
Sjóbirtingurinn er farinn að renna upp ána og er skemmtileg viðbót við laxveiðina, segir Haraldur sem er bjartsýnn á framhaldið þótt það séu þurrkar í kortunum næstu daga.
 
-þgg
 
13.10.2017

Lax og urriðadans

8.8.2017

Fluga aldarinnar