2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
26.7.2017

Nú þarf að vanda sig

Síðustu daga hefur verið geisað sannarlegt "veiðifárviðri" logn, sólskin og yfir 20 stiga hiti. Flugur heyrðu í Einari Sigfússyni, leigutaka Norðurár og Haffjarðarár nú í morgun. Hann sagði aðstæður erfiðar í laxveiðinánum á Vesturlandi.
 
 
"Gærdagurinn var mjög erfiður, algert logn, hiti og mikil birta. Hylirnir voru eins og tærar heiðartjarnir en engu að síður tókst veiðimönnum að setja í laxa og ná þeim. Gærdagurinn gaf á annan tug laxa í Norðurá og stangirnar fimm í Haffjarðará gáfu 12 laxa sem er mjög gott, sérstaklega miðað við þessar erfiðu aðstæður." Einar segir að aðrar aðstæður væru við Haffjarðará í dag. "Nú er kominn norðaustan strengur niður dalinn en það eru kjörskilyrði hér. Dagurinn ætti því að vera auðveldari en gærdagurinn." 
 
Vatn er farið að minnka í ánum á Vesturlandi og Einar segir að veiðimenn þurfi að vanda sig við veiðarnar. "Flotlínur, langur taumur og litlar flugur er það sem gildir við þessar aðstæður. Hér í Haffjarðará hafa menn veriðað nota flugur niður í #18 og hafa fengið margar tökur og grannar. Fyrir vikið hafa margir sloppið, en aðal kikkið er að fá tökuna, þótt það telji nú ekki í veiðibókunum," segir Einar.
 
Gert er ráð fyrir rigningu á Vesturlandi á föstudag og laugardag sem væntanlega hefur góð áhrif á árnar og síðan fer sólin að skína að nýju, ef marka má veðurspár.
 
-þgg
 
13.10.2017

Lax og urriðadans

8.8.2017

Fluga aldarinnar