Árni Þór Sigurðsson var við veiðar í Hlíðarvatni í Selvatni í lok síðustu viku. Þar var hann með syni sínum, Sigurþór Óla, sem varð þeirrar gæfu aðnjótandi að setja í fyrsta flugufiskinn sinn í fallegu veðri í Botnavíkinni.
Við heyrðum í Árna um miðbik veiðidagsins, þá höfðu þeir feðgar náð um 15 bleikjum þá um morguninn og kvöldið áður og misst nokkrar. "Tökurnar voru nettar, rétt undir yfirborðinu. Við vorum með flotlínur, langa tauma og Phasant Tail." Þeir höfðu fengið þrjár bleikjur sem voru hálft annað pund "hinar voru flestar í kringum Hlíðarvatnspundið," segir Árni alsæll með árangurinn.
Ármenn hafa, samkvæmt veiðibók, veitt 276 bleikjur í vatninu í sumar og einn sjóbirting.