Í dag, fyrsta ágúst, hófst veiði á svæði fimm í Eyjafjarðará og samkvæmt hefðinni veiddi stjórn veiðifélags árinnar fyrsta daginn og þremenningarnir sem þar voru veiddu vel. Þeir Jón Gunnar Benjamínsson, Rósberg Ottarsson og Hermann Brynjarsson náðu 24 bleikjum og settu í einhverjar þar að auki. Jón Gunnar segir að þetta hafi verið vænar bleikjur "þær stærstu 60 og 62 sentímetra langar."
Jón Gunnar segir að töluvert sé um nýgengna bleikju á efstu svæðum árinnar en í gær og fyrradag var hann veið veiðar á svæði fjögur. "Þar var um það bil helmingurinn af því sem við veiddum silfruð og falleg nýgengin bleikja. Það lofar góðu fyrir það sem eftir er sumarsins. Það var minna um nýgengin fisk upp á fimmta svæði en hann kemur," segir Jón Gunnar sem bætir því við að bleikjan hafi verið hrifinn af klassíkinni sem henni var boðið, Króknum og Phasant Tail.
Á meðfylgjandi mynd er Jón Gunnar Benjamínsson með 60 sentímetra langan hæng sem tók Phasant Tail á fimmta svæði í Eyjafjarðaá í dag.
-þgg