2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
3.8.2017

100 laxa dagar í Ytri-Rangá

Alls veiddust 717 laxar í Ytri Rangá í síðustu viku, samkvæmt samantekt Landssambands stangveiðifélaga. Það gera ríflega 100 laxar á dag að meðaltali alla síðustu viku. 

 
Veitt er á 18 stangir í ánni og vestari bakka Hólsár sem tilheyrir veiðisvæðinu. Meðalveiðin á stöng síðustu viku var því 5,7 laxar, sem þykir aldeilis ágætt. Ytri-Rangá er nú í toppsætinu yfir gjöfulustu laxveiðiár landsins með 2.287 veidda laxa. Heildarveiðin á síðasta ári var 9.323 laxar, þannig að töluvert er að veiði síðasta árs verði jöfnuð. Hafa verður reyndar í huga að áin er þekkt fyrir góða veiði síðsumars þannig að það er aldrei að vita hvað gerist.
 
13.10.2017

Lax og urriðadans

8.8.2017

Fluga aldarinnar