2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
23.8.2017

Með meiri þolinmæði en fiskurinn

Veiðimenn sem köstuðu fyrir sjóbirting í Jónskvísl í Landbroti um og eftir síðustu helgi náðu nokkrum birtingum þrátt fyrir erfiðar aðstæður, logn, sól og hita.

Þetta var engin stórveiði, enda varla hægt að ætlast til þess við þessar aðstæður, sagði einn úr hópnum sem var sáttur. Þriggja daga þolinmæði skilaði þeim fiskum sem voru átta pund, sex, fimm og og fjögur pund. Þeir sáu mikið af sjóbirtingi í kvíslinni en hann leit varla við agninu og þá reyndi á að veiðimaðurinn hefði meiri þolinmæði en sjóbirtingurinn sem að endingu lét pirra sig og rauk á agnið.
 
Ekki var mikið líf í Sýrlæk, að sögn veiðimannanna og rólegt yfir Flóðinu, fjórða svæði Grenlækjar.
13.10.2017

Lax og urriðadans

8.8.2017

Fluga aldarinnar