Þeir eru glæsilegir birtingarnir í Eyjafjarðará. Í Flugufréttum vikunnar tökum við nokkrar eyfirskar laxaæfingar, stöndum í miðri laxavöðu í Hofsá í Vopnafirði, veiðum á mús í Varmá, spáum í hækkanir og lækkanir á verði veiðileyfa í Laxá í Þing, drögum nokkra ísaldarurriða úr Þingvallavatni og skoðum nýjar tölur um silungsveiði fyrir norðan. Alltaf jafn hressandi að lesa nýjar Flugufréttir á föstudagsmorgnum. Myndin er af Per Heikkilä með 85 sm birting af svæði 3 í Eyjafjarðará undir lok septembermánaðar.