Í Flugufréttum vikunnar segir Bjarni Hafþór Helgason gáskafulla sögu af því þegar hann veiddi fyrsta laxinn sinn um ævina með "hjálp" frænda síns. Formaður SVFR sendir Flugufréttamönnum langa nótu þar sem hann mótmælir því að félagið hafi sprengt upp verð veiðileyfa á urriðasvæðunum í Mývatnssveit og Laxárdal. Við skoðum enn fleiri birtinga í Eyjafjarðará, heyrum örstutta frétt af Bleiksmýrardal og fáum fregnir af bókinni Fluguveiðiráðum sem senn kemur glóðvolg úr prentun.