Sjógenginn regnbogasilungur kvað vera "slagsmálahundurinn" í heimi laxfiska. Í Flugufréttum vikunnar skjótumst við til Bresku Kólumbíu og löndum allt að 18 punda stálhausum sem berjast til þrautar. Við skýrum einnig frá niðurstöðu útboðsmála á Laxá á Refasveit og heyrum hina hliðina á því hvers vegna Hreggnasi fékk Nesveiðarnar í Aðaldalnum. Birt er samantekt um veiðina í Hlíðarvatni síðasta sumar, kíkt í Eldvatnsbotna og Stefán Jón Hafstein svarar og þakkar Bjarna Júlíussyni gott bréf í síðasta tölublaði.