Rétt um 20 veiðimenn spá í veiðisumarið 2014 í Flugufréttum vikunnar. Hvernig líst þeim á horfurnar og ætla þeir að veiða víða? Svörin eru í fréttabréfinu og er ekki annað að heyra en að menn séu vonglaðir þótt sumir kvarti undan háu verði veiðileyfa. Á meðfylgjandi mynd er Hjörleifur Steinarsson með 80 sm hrygnu úr Eystri Rangá. Hjörleifur er einn af þeim sem spáir í næsta sumar í Flugufréttum vikunnar.