
Í Flugufréttum vikunnar fjöllum við um nýstárlegt fyrirkomulag við urriðaveiðar í Ytri Rangá. Þar koma við sögu bæði kanóar og tjöld ættuð frá Sömum.
Við kynnum nýja flugu, rauðan Krók, athyglisverða hönnun. Segjum frá nýjum greinarflokki á móðurvefnum okkar, fjöllum um Þingvallavatn en breytinga er hugsanlega að vænta varðandi veiðileyfi ION hótelsins.
Já að vanda er sitthvað í Flugufréttum vikunnar.