Garðar Þór Magnússon er nýr stjórnarmaður í Ármönnum sem segir lesendum Flugufrétta sögur af títuprjónsveiðum og helblóðugu ferlíki úr Laxá í fréttabréfi vikunnar. Við fjöllum einnig um nýtt fyrirkomulag veiða í Eyjafjarðará næsta sumar en áin er þriðja áin á Íslandi þar sem bannað er að drepa bleikju. Kynnt er til sögunnar fyrirtækisflugan Iceland Unlimited sem Pétur Steingrímsson í Nesi hefur hnýtt og svo bert margt margt annað á góma, að sjálfsögðu. Mynd: Þröngt mega sáttir veiða! Garðar Þór Magnússon og félagar við veiðar.