
Í Flugufréttum vikunnar kynnum við Íslandskort veiðimannsins, opinn upplýsingagrunn þar sem veiðimenn geta bætt við upplýsingum og veiðistaði víðsvegar um landið. Þetta er tilraunaverkefni og árangurinn verður betri því fleiri sem leggja sitt af mörkum.
Við segjum líka frá stráknum sem tekur strætó í veiðitúra og hann veiðir stóra, já mjög stóra urriða þegar fæstum dettur í hug að fara að veiða.
Við sýnum líka flugur og græjur og sitthvað fleira í Flugufréttum vikunnar.