
Fyrstu dagar vertíðar lofa góðu. Víða um land hafa vænir fiskar komið á land í veðurblíðu, stundum of mikilli veðurblíðu. Flugufréttir gera víðreist og segja frá opnun á ýmsum svæðum. Við stöldrum við í Víðidalsá, Litluá, Brunná, Minnivallalæk, Geirlandsá, við Vífilsstaðavatn, á Þingvöllum og í Húseyjarkvísl. Og svo er að auki ýmislegt fleira á dagskrá í Flugufréttum vikunnar. Meðfylgjandi mynd tók Stjáni Ben af félaga sínum Valgarði Ragnarssyni með fallegan birting úr Húseyjarkvísl í gær en við birtum einnig m.a. mynd af 80 sm urriða sem fékkst í Litluá á fimmtudagsmorgun.