
Flugufréttir vikunnar fjalla meðal annars um kusuveiðar í Eyjafjarðará þar sem öllu var sleppt, stórfelld kusudráp í Fnjóská á sama tíma, Jökluævintýr II, trú manna á ultra violet flugur, leit að nýjum óskastöðum þar sem menn kútveltast um í grasinu, erfiðar aðstæður á silungasvæðinu í Hofsá og við fáum lýsingu beint af bakkanum í Ólafsfirði. Þekkja lesendur púpuna á meðfylgjandi mynd? Hún hefur gert það gott í sjóbleikjunni og er kynnt til sögunnar í fréttabréfi vikunnar.