Við erum á mikilli þeysireið um landið í Flugufréttum vikunnar. Veitt er í Fljótaá, Hvolsá og Staðarhólsá, Svartá í Bárðardal, Laxá í Aðaldal, Húseyjarkvísl, Stóru Laxá, Vatnamótunum og Steinsmýrarvötnum, Hlíðarvatni og Hörgá, auk þess sem stungið er niður fæti innan um grænlenskar bleikjutorfur í nágrenni Narsaq. Stútfullar Flugufréttir með morgunkaffinu alla föstudagsmorgna, gjöriði svo vel.