2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
3.2.2019

Hvað skýrir dalandi veiði í Fnjóská?

Sumarið 2010 veiddust 1.054 laxar í Fnjóská sem var met. Síðan þá hefur leiðin legið niður á við með ágætum toppum 2013 og 2015. Sumarið 2017 veiddust aðeins 107 laxar og síðasta sumar 131 lax.  

Leigutakar Fnjóskár, stangaveiðifélagið Flúðir, leggja mikinn metnað og vinnu í að viðhalda laxveiði í ánni með því að útbúa og viðhalda sleppitjörnum og sleppa gönguseiðum í þúsundavís. Síðustu sumur hefur yfirleitt verið sleppt frá 40-50.000 seiðum og mest tæpum 70.000 seiðum sumarið 2012. Eins og sjá má á töflunni hér að neðan þá hafa heimtur verið upp og niður en yfirleitt heldur rýrar. Til samanburðar má geta þess að meðalheimtur úr Rangánum eru 1,3%.

Heimturnar rokka ansi mikið en þó má segja að sleppingar gönguseiða hafi bjargað því sem bjargað verður frá árinu 2004 eins og sjá má á línuritinu að neðan.

Fáir eða enginn hafa rannsakað og fylgst með fiskistofnum Fnjóskár betur en Tumi Tómasson fiskifræðingur og veiðimaður. Við spurðum Tuma álits á þessum arfaslöku veiðitölum úr ánni og lélegum heimtum.  "Já, veiðin hefur verið slök í Fnjóska. Ég átti von á góðri veiði í fyrrasumar og munstraði heilt holl með vinnufélögum mínum. Veiðin var lítil en það er samt alltaf gott að vera við Fnjóská og þrátt fyrir allt er þetta ábyggilegga sú á sem er "best value for money" á landinu að mínu mati - en hjá mér er sumarið ónýtt ef ég kemst ekki í Fnjóská - sem er reyndar eina áin sem ég veiði í reglulega.

Oft má skýra slæma veiði í Fnjóska með því hversu köld áin getur verið og vatnsmikil langt fram eftir sumri eftir snjóþunga vetur. Því var ekki til að dreifa síðasta sumar og ástand seiðastofna og náttúruleg framleiðsla var mjög góð sumarið 2017. Sleppiseiðin það ár litu líka vel út en hvorugt virðist hafa skilað sér. Þeir smálaxar sem veiddust í Fnjóská í fyrra voru óvenju smáir og rýrir sem bendir til þess að skýringa á dapri veiði sé að leita í slæmu ástandi í sjó og lélegum heimtum. Ég er alltaf bjartsýnn á veiðina í Fnjóská og mæli áfram ótrauður með henni. Hún er engri á lík og aðstæður við ána eru mjög góðar," sagði Tumi í spjalli við Flugufréttir.

23.12.2019

Skötudagur

22.11.2019

Aftur í silunginn?

5.4.2019

Snjóbirtingar

10.2.2019

Bónaðu línuna!

23.11.2018

Aftur í silunginn?