2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
15.1.2020

Þyrstir í visku um veiði og hnýtingar - úr safni Flugufrétta

 Menn sem hafa dundað sér aðeins við stangveiði í gegnum tíðina, kastað spæni eða rennt ormi hér og þar, taka gjarnan hamskiptum og helsýkjast af veiðibakteríunni þegar þeir kynnast fluguveiði. Birtist upphaflega í Flugufréttum 3 mars 2017.

 Þannig fór fyrir Grími Frey Björnssyni sem hefur veitt frá blautu barnsbeini, stundaði dorgveiði með föður sínum Birni Grétari Sigurðssyni og hafði dálítið gaman af því að kasta spæni fyrir fisk í söltum sjó eða stöðuvötnum. Núna á fluguveiðin hug hans allan.

Flugufréttir hittu Grím í Árósum, félagsheimili Ármanna, þar sem hann grúfði sig yfir fjaðrirnar og vafði einbeittur svörtum ullarþræði um öngulinn í þvingunni sinni. Hann sagðist ekki vera orðinn Ármaður en það væri stefnan. "Þetta er góður félagsskapur. Hér eru góðir menn sem búa yfir mikilli visku um veiði og hnýtingar. Mig þyrstir í slíka kunnáttu. Ég held að Ármenn séu eina fluguveiðifélagið á Íslandi, a.m.k. það elsta. Hér eru vikulega frábær hnýtingakvöld yfir vetrartímann þar sem menn kynnast hverjir öðrum og maður er manns gaman. Þetta er því klárlega rétti félagsskapurinn fyrir mig." "Ég held til dæmis mikið upp á Úlfljótsvatn og líka Ölfusá. Það er vegna þess að ég geti farið þangað hvenær sem er á veiðitímabilinu og það er alltaf hægt að ná í fisk þarna. Maður þarf ekki að bóka með neinum fyrirvara, getur bara skotist þegar maður er í stuði.

Það er langskemmtilegast að veiða á flugu og ekki síst flugu sem maður hefur hnýtt sjálfur. Ég viðurkenni að ég nota stöku sinnum annað agn þegar ekki viðrar til fluguveiða en stefnan er að verða það öflugur fluguveiðimaður að ég þurfi þess ekki og geti reitt mig alfarið á fluguna. Falleg straumfluga dansar miklu betur í vatninu en járnplata sem snýst bara um sjálfa sig en skemmtilegast finnst mér að veiða á litlar púpur. Það jafnast fátt á við það að draga inn vænan fisk á pínulitla nymfu, spennan verður nánast óbærileg."

"Nú orðið eiga hnýtingar hug minn allan yfir vetrartímann. Mér finnst dásamlegt að dunda mér við hnýtingar og get gleymt mér algjörlega klukkustundum saman við þá iðju. Ég fylgdist með pabba gamla hnýta þegar ég var polli og líklega hefur áhuginn kviknað þá. Það má endalaust pæla í þessu og ég les mikið um hnýtingar, horfi á myndbönd á Youtube og pæli í efni og aðferðum. Ég held að það sé mjög góð leið til að læra að halda sig við eina flugu eða aðferð í nokkurn tíma, reyna að ná fullkomnum tökum á því sem maður er að fást við áður en lengra er haldið og reynt er við næstu flugu. Hnýtingadellan er svona della þar sem endalaust er hægt að læra eitthvað nýtt og prufa eitthvað nýtt."

En hvernig var síðasta sumar hjá þér í veiðinni? Fórstu víða?

"Ég er vanur að veiða allt sumarið og nýta allan frítíma á veiðislóð frá vori fram á haust. Veiðisumarið 2016 fór hins vegar fyrir lítið því skrokkurinn var eitthvað að stríða mér. Nú er ég í fínu formi og vonbrigðin sem líkamlegir kvillar ollu síðasta sumar, gera eftirvæntinguna eftir því næsta bara ennþá meiri. Sumarið 2017 verður allsvaðalegt fyrir veiðimanninn mig!"

12.11.2020

Stelpur veiða laxa

16.10.2020

Tímavélin

20.8.2020

Klinkhammer

17.8.2020

Helgarfréttir

15.8.2020

Tungsten örtúbur

10.8.2020

Fiskifréttir

4.8.2020

Viðtal við KK

24.7.2020

Laxveiði vikan

22.7.2020

Flugan Friggi

18.7.2020

Flugufréttir

26.6.2020

Veiðimynd dagsins

23.6.2020

Mundu veltikastið

21.6.2020

Flottar opnanir

17.6.2020

Veitt og sleppt

16.6.2020

Laxa opnanir

10.6.2020

Laxafréttir

19.5.2020

Sagan um Krókinn

6.5.2020

Dagur í Kjós

3.5.2020

Nýja Sjáland

28.4.2020

Norðan fréttir

24.3.2020

Vika í veiði