Þorsteinn Stefánsson pakkaði niður veiðidótinu sínu í maí, skellti sér í veiðitúr sem enn stendur yfir. Þegar Flugufréttir heyrðu í honum í gær var hann við veiðar í Hölkná í Þistilfirði og var sig vel, "áin er full af fiski en laxinn er farinn að huga að öðru en því sem veiðimaðurinn býður honum, þannig að nú reynir ef til vill meira á veiðimanninn en oft áður," segir Þorsteinn sem segir reyndar gera ráð fyrir því hætta fljótlega á þessari vertíð. "ætli ég eigi ekki eina 10 daga eftir, enda er fara árnar að loka ein af annarri og svo er skólinn líka byrjaður og ég sinni honum með veiðinni. Hef verið að taka núna einn skóladag á móti hverjum þremur veiðidögum, en skóladögunum fer nú að fjölga hjá mér úr þessu, segir Þorsteinn.
Þorsteinn segist hafa verið við veiðar um 130 daga í sumar "og þá tel ég líka með dagana sem ég hev verið að gæda, því þeir eru nokkrir," en er alltaf jafn gaman að veiða, kemur aldrei yfir þig leiði eftir svona langt úthald?
"Nei,það hefur ekki gerst ennþá og ég á tæplega von á að það gerist," segir Þorsteinn og segist ekki hafa hugmynd um hvað hann hafi veitt marga fiska í sumar, "enda skiptir það ekki öllu máli. Það sem hefur áhrif á mig er heildarupplifunin í hverjum túr, vinskapurinn, aðstæður og þess háttar." Þorsteinn segir fiskana vera misjafnlega eftirminnilega, "jú maður man eftir þeim stærstu," segir hann sem veitt hefur tvo laxa í sumar sem hafa náð 100 sentímetra lengdinni."
En hvert er markmið manna sem hafa veiða svona mikið? Þorsteinn segist ekki hafa nein markmið önnur en þau að njóta þess að veiða. "Mér finnst ekkert sniðugt að setja mér einhver markmið, ég lifi fyrir daginn og vil njóta þess að veiða og láta mér líða vel," segir Þorsteinn Stefánsson, veiðimaður.