2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
25.1.2020

Fluguveiðimaðurinn Ernst Hemingway - úr safni Flugufrétta

 "Það væri verðug Valhöll fyrir góðan fluguveiðimann þegar hann deyr, að hafa á, fulla af regnbogasilungi, sem er brjálaður í fluguna".

- Ernest Hemingway.
Ekki er nú líklegt að þessi draumsýn um lífið fyrir handan hafi hjálpað Ernest Hemingway til að taka stóru ákvörðunina og líf sitt með. En hann var mikill áhugamaður um allar góðar veiðar, nautaat og romm. Og stundum bókmenntir.

Jack sonur hans er Íslandsvinur og veiðir hér á landi og oft góður sögurmaður (sjá Fluguveiðar og njósnir.) Nú er það pápi Hemingway sem fer með okkur á regnbogasilungsveiðar. Svona skrifaði sá gamli um veiðiskapinn:"Há fura þakti hlíð sem reis brött úr skugga. Stutt sandræma niður að ánniog kröpp beygja í henni þar sem sprek hafði rekið í hrúgu, og svohylurinn. Hylur þar sem hvítvínslitt vatnið rennur inn í dökkthringstreymi og svo blábrúnn djúpur geimur, fimmtán metra breiður. Þetta er sviðið."

Félagarnir tveir nálgast ána eftir fimmtán kílómetra göngu til aðfinna besta regnbogasilungsveiðistað sem sögur fara af í Kanda. Leynisögur. Þeir fleygja af sér tjaldi og öðrum þungum byrðum, og kastasér við hylinn. Örmagna. Sá fyrri tekur engisprettu sem er daggarvot í kvöldinu og hendir henni útí:

"Engisprettan flýtur með lappirnar útglenntar á hylnum eitt augnablik, straumgára grípur hana og svo er allt í einu meterslangur blossi ívatninu, silungur sem er jafn langur framhandlegg manns þýtur upp úr vatninu og engisprettan er horfin."

Og hefst nú stuðið

Varla þarf að taka fram að annar þessara náunga er Hemingway:

"Sástu þetta?" gapti sá sem kastaði engisprettunni útí. Spurningin var óþörf. Sásem hafði skömmu áður verið fyrirmynd að listaverki sem gæti heitið"algjör þreyta" var nú búinn að þrífa stöngina úr töskunni og með taum ímunninum.

Við ákváðum að reyna McGinty og Royal Coachman og í öðru kasti var iðustraumur eins og djúpsprengja hefði sprungið, línan varð strekkt og silungur þaut tvö fet upp í loftið. Hann brunaði niður hylinn og línanrann út þar til sást í keflið á hjólinu. Hann stökk og í hvert skipti sem hann þaut upp úr vatninu lækkuðum við stangarendann og fórum með bæn. Loksins stökk hann og slaknaði á línunni og Jacques snéri inn. Við héldum að hann væri farinn og þá stökk hann beint framan í okkur. Hann hafði þotið upp gegn straumi, svo hratt að virtist sem hann væri farinn af. Þegar ég náði honum loks í háfinn og við flýttum okkur með hann á land fundum við rosalegan styrkinn í vöðvahreyfingunum þegar við lögðum hann flatan á bakkann, það var næstum dimmt. Hann var 26 þumlungar og tæp tíu pund. Þetta eru regnbogasilungsveiðar."

Fluguveiðidraumur
Hemingway segir að regnboginn taki flugu frekar en orm eða lifandi beitu.Smærri flugur fá fleiri tökur, en halda fiskinum illa, "the really bigfish". Hemingway hefði haft gaman af urriðanum í Laxá, því hann kvartar yfir því að urriðinn á sínum veiðislóðum stökkvi lítið, en kafi frekar djúpt þegar hann hefur tekið. "Þvert gegn því sem halda mætti af forsíðum veiðiblaðanna," segir hann, og vísar í flottu myndirnar af stökkvandi fiski. "En regnboginn stekkur alltaf, hvort heldur maður tekur fast eða laust á honum með línuna slaka. Stökkin eru ekki eitthvert busl, heldur raunveruleg stökk upp úr vatninu og meðfram yfirborði, frá einu og upp í fimmfet. (Innsk: Vel á annan metra.) "Fimm feta stökk hjá fiski virðist ótrúlegt, en satt eigi að síður." Hemingway lýkur grein sinni á því að skora á hvern sem ekki trúi sér um stökkkraft regnbogasilungsins að setja í einn og halda fast: "Og ef hann er bara fimm pundari, þá bregst hann mér og stekkur aðeins tæp fimm fet."

12.11.2020

Stelpur veiða laxa

16.10.2020

Tímavélin

20.8.2020

Klinkhammer

17.8.2020

Helgarfréttir

15.8.2020

Tungsten örtúbur

10.8.2020

Fiskifréttir

4.8.2020

Viðtal við KK

24.7.2020

Laxveiði vikan

22.7.2020

Flugan Friggi

18.7.2020

Flugufréttir

26.6.2020

Veiðimynd dagsins

23.6.2020

Mundu veltikastið

21.6.2020

Flottar opnanir

17.6.2020

Veitt og sleppt

16.6.2020

Laxa opnanir

10.6.2020

Laxafréttir

19.5.2020

Sagan um Krókinn

6.5.2020

Dagur í Kjós

3.5.2020

Nýja Sjáland

28.4.2020

Norðan fréttir

24.3.2020

Vika í veiði