2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
25.1.2020

Fluguveiðar og njósnir - úr safni Flugufrétta

 Minnisstæður Íslandsvinur í hópi fluguveiðimanna er Jack Hemingway, sem veitt hefur hér á landi undanfarin ár. Skemmtilegur karl: Nálgast nírætt, röskur í framgöngu og á það til að segja fjörlega frá. Ég hitti hann þegar við veiddum saman urriða og drukkum romm með hráum silungi í sojasósu. Svo var hann svo elskulegur að senda mér bók sína: "Hrakfarir fluguveiðimanns" (Misadventures of a Fly Fisherman). Þar er skemmtileg saga um það þegar veiðimaðurinn óskar eftir að fiskurinn taki EKKI. Biður til guðs að hann taki ekki!

Menn leggja mismikið á sig til að komast í kast við góða fiska með flugustöngina að vopni. Menn eru auðvitað sem betur fer misilla haldnir af dellu. 

 

Hemingway og Hemingway
"Líf mitt með og án pápa" er undirtitill bókarinnar, sá stutti glímir við tilveru í skugga hins mikla risa í föðurmynd. Ernest var auðvitað ekki bara heimsfrægur rithöfundur heldur snilldar veiðimaður (ef marka má eigin frásagnir). Jack er glúrinn líka og hefur skrifað mikið um veiðar. Ungur fékk hann bakteríuna frá pápa, hann segir frá ferðum þeirra feðga á silungaslóðir. Eftir það verður hann sjaldan viðskila við flugustöngina. Á stríðsárunum er hann svo kominn til Evrópu þar sem hann er munstraður til að stökkva inn í hernumið Frakkland í fallhlíf og njósna um setuliðið:" Spennan jókst með hverri stund. Það var næstum léttir þegar kallið kom og við teknir fyrir til að fá upplýsingar og búnað. Þegar breskur yfirmaður sá flugustöngina í töskunni hrópaði hann: "Herra minn trúr! Þú tekur þetta ekki með þér!" Ég svaraði: "Ó, þetta er bara sérstakt loftnet. Það lítur út alveg eins og flugustöng." "Herra minn trúr. ÞAÐ er sniðugt!"Jack og félagar fóru á loft með allan búnað til að hjálpa frönsku andspyrnuhreyfingunni. Hjól, taumar og flugur voru í kortatöskunni. Jack hafði útbúið snæri til að hafa um sig og í stöngina. Þegar hann nálgaðist jörð eftir áhættusamt flug að næturþeli inn yfir hernámssvæðið sleppti hann stönginni til að skaða hvorki sig né hana í lendingu. Bæði lentu frekar mjúklega.

Njósnir og fluguveiðar
Maður hefur heyrt um veiðidellu: Ungur maður sem aldrei hefur lent í stríði né illdeilum við alvöru óvini er nú kominn að baki víglínu meðstöngina. Fyrstu kynni af stríðinu eru nöturleg, félagar meiðast illa í lendingu, andspyrnumenn verða fyrir hroðalegu áfalli þegar Þjóðverjar góma hóp unglinga sem falið hafði verið að sprengja jarðgöng - þeir eru limlestir á hrottafenginn hátt.

Það er þá sem stöngin kemur í góðar þarfir til að dreifa huganum.

Friðsæll dagur í dalnum 
Lítið var um að vera í nokkra daga, andspyrnumenn og njósnarar höfðu hægtum sig. Jack sá að nú var kominn tími á stöngina, "þetta var fyrsta tækifæri mitt til að veiða í hernumdu Frakklandi". Djúpur dalur var ígrennd, og á þar í. "Landið var kalksteinn og ég var vongóður um ána. Kalksteinn vísar á heilbrigt vatnalíf og sprækan, vel haldinn silung. Ég var í kakifötum, ekki óvenjulegum fyrir almenna borgara á þeim tíma, ekki með kaskeiti, en bandaríski fáninn saumaður á öxlina. Ég var með axlarhulstur og byssu innan á mér. Ég festi hjólið á stöngina og skildi hólkinn eftir, setti taumana og flugurnar innan á mig við hulstrið..."Jack skondraði nú niður snarbratta hlíðina, "...taugaveiklaður, en fljótlega yfir mig glaður yfir því að vera kominn á veiðar. Þrátt fyrir fáránlegar aðstæður skoppaði ég villtur og galinn niður og skipti engu þótt líf og limir væru í hættu."

Og gátu nú veiðar njósnarans hafist: "Ég skoðaði ekki ána vandlega fyrst,eins og ég hefði átt að gera, heldur óð beint út í vatn sem náði í hné þarsem það var dýpst í sumarhitanum. Svalinn var hrollvekjandi og dásamlegurí senn. Ég þræddi stöngina og festi tauminn, hnýtti votflugu, Coachman, á3x tauminn. Ég hafði stokkið beint út í besta veiðivatnið sem ég sá ogauðvitað eyðilagt gjörsamlega veiðifæri í grennd, væru þau til á annaðborð. Járnbrautarteinar lágu í 40 metra fjarlægð, fyrir ofan og tilvinstri þar sem ég stóð. Ég byrjaði að kasta beintút og lét fluguna sveiflast niður og þvert á straum eins og í klassískum votfluguveiðum. Engin taka, en ég sá fiska skjótast undan mér og vissi að þetta voru silungar, það merkti ég af hraðanum og hvernig þeir hreyfðu sig. Ég varð að vera varkárari, beygja mig og hreyfa mig hægar úr því aðvatnið var kristaltært og fiskarnir auðhræddir.Ég kraup og kastaði lárétt, í átt að fiskum sem voru þar sem hylur endaði og vatnið hraðaði sér á ný niður nokkra flúð þar til það náði næsta hyl.

Ég var algjörlega einbeittur við að veiða það minnsta vatn sem gæti mögulega haldið fiski þegar ég heyrði skelfilegasta hljóð - og það sem ég vildi síst heyra við þessar aðstæður: fótatak hermanna í takt. Vegna hávaðans fráf lúðinni höfðu þeir komið mér alveg á óvart. Hermannaflokkur í þýskumeinkennisbúningum kom marserandi með riffla og vélbyssur. Þeir horfðu allir á og mig virtust skemmta sér við að gera niðrandi athugasemdir um mig þar sem þeir gengu hjá.

Í fyrsta skipti á ævinni gerði ég ósk í hljóði sem nálgaðist að vera bæn. Umfram allt, óskaði ég, að ekki tæki fiskur á þessu augnabliki. Ef það gerðist myndi allur herflokkurinn stoppa. Og þá kæmi til umræðna, og ekki mætti miklu muna að þeir sæju bandaríska fánann á öxlinni á mér. Alvaldið var með mér; enginn fiskur tók og þeir gengu burt. Ég byrjaði að nötra, en af mun betri ástæðu en þegar stóri regnbogasilungurinn slapp í Pahsimeroi."Því virðast engin mörk sett hverju menn eru tilbúnir að fórna til að komast á fluguveiðar. Og komast upp með!

Stefán Jón Hafstein ritar sögu úr bók Jacks Hemingway Misadventures of a Fly Fisherman

12.11.2020

Stelpur veiða laxa

16.10.2020

Tímavélin

20.8.2020

Klinkhammer

17.8.2020

Helgarfréttir

15.8.2020

Tungsten örtúbur

10.8.2020

Fiskifréttir

4.8.2020

Viðtal við KK

24.7.2020

Laxveiði vikan

22.7.2020

Flugan Friggi

18.7.2020

Flugufréttir

26.6.2020

Veiðimynd dagsins

23.6.2020

Mundu veltikastið

21.6.2020

Flottar opnanir

17.6.2020

Veitt og sleppt

16.6.2020

Laxa opnanir

10.6.2020

Laxafréttir

19.5.2020

Sagan um Krókinn

6.5.2020

Dagur í Kjós

3.5.2020

Nýja Sjáland

28.4.2020

Norðan fréttir

24.3.2020

Vika í veiði