2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
2.2.2020

Bara á flugu, allt á flugu - úr safni Flugufrétta

Í meginatriðum eru tvenn rök færð fyrir því að ekki sé hægt að veiða á flugu við tilteknar aðstæður: að fiskurinn taki ekki flugu, og það geti verið of hvasst til að kasta flugulínu. Svarið er: Það er alltaf hægt að veiða á flugu. Ef hægt er að veiða á annað borð.

Auðvitað skal ég viðurkenna að þanþol manna kann að vera fullreynt þegar frýs á stönginni og maður verður að þýða klakann úr lykkjunum fyrir hvertkast svo línan renni út. Þá skal ég viðurkenna að ofsarok er ekki til að létta manni lífið, sérstaklega ef maður þarf að kasta á móti. En það hefur maður gert, kropið í öldunni og kastað sökklínu með láréttum köstum rétt yfir öldutoppunum beint upp í vindinn. 7-8 eða voru það 9 vindstig?

Einu sinni í vorveiðinni í Laxá fukum við Óskar Páll kylliflatir í rjúkandi ána þangað til við fundum steina til að skorða okkur milli - og veiddum. Þetta með láréttu köstin er mikilvægt í roki. Vindurinn dettur aðeins niður rétt við öldutoppana; ef maður krýpur og heldur stönginni láréttbeint út frá sér, notar stuttan, stífan taum (því fagurfræðin fýkur burt með rokinu og "vindhnútar" myndast) þá á maður að geta kastað beint upp í vindinni. Ekki mjög langt, en nóg til að vera með. Ef ekki er mjög kalt syngur maður á móti áhlaupinu og nýtur þess að finna vatnið rjúka um vangana - í kulda gnístir maður bara tönnum.

Hitt er svo með þessar kenningar um að ekki sé hægt að veiða á tilteknum stöðum með flugu. Í laxi getur þetta átt við um ákveðnar maðkaholur þar sem þarf að sakka vel og hefðbundinni fluguveiði verður ekki við komið. Þyngdar túpur gera sama gagn í flestum tilvikum, svo fluguveiðimaðurinn er ekki úr leik, en heldur er það döpur iðja að láta bronstúpu dingla. Þá sýnir maður það göfuglyndi að láta öðrum félögum eftir dorgið. Flóknari staða kemur upp þegar óljúgfróðir öldungar segja af og frá að fiskur taki flugu í tilteknu vatni eða á. Á maður að virða þann sem vitið hefur meira og reynsluna? Nei. Maður svarar einfaldlega: "Ja, þú hefur nú ekki séð flugurnar mínar, og þá ekki fiskarnir lagsmaður!" Þá brosa gamalreyndir að manni, tauta í barm sér að svoddan sérviska...bjóða jafnvel að leyfa manni að tína maðk...hrista svo bara höfuðið. Maður verður nefnilega að trúa því að ALLUR fiskur sé náttúraður fyrir flugur, spurningin er bara hvor maður sé nógu slyngur.

Af einhverjum furðulegum ástæðum fer það orð af t.d. Veiðivötnum að þar veiðist ekki á flugu. Þar hef ég veitt nokkra mína stæstu fiska. Gaman var að koma að Ónýtavatni einu sinni og hitta fyrir makrílkall: hann var á jeppa, hafði ekið niður í fjöruborðið og skorðað eina stöng við hægra horn framstuðarans, og aðra stöng við hinum meginn. Sat inni í bíl og las reyfara meðan makríllinn lá niður við botn. Ég hugsaði með mér að nú yrði upplit, komin flugustöng á svæðið. Ekki varð þess nú vart. Eftir þrjú köst var kominn fiskur á hjá mér en allt annað óhreyft - þetta sem var skorðað við jeppann. Ég sá að hann lagði frá sér bókina þegar ég landaði. Við annan fisk sá ég að hann rúllaði rúðuna niður og grunaði að hann væri farinn að fylgjast með. Nú kom sá hinn þriðji fiskur og vinur vor snaraðist út, dró inn hvora sína markílslummuna til aðaðgæta hvort allt væri í lagi.

Á meðan tók ég einn. Milli okkar voru ekki nema nokkrir metrar, veðrið var gott og vindur hægur, mér auðnaðist því að heyra niðurbælt "hvert þó í heitasta" þegar ég tók þann fimmta. Hann tvísté nú mjög órólegur og var allur á iði, kom sér loksins að því að hrópa - eins og hálfkæft- "hvaða fluga?" Ég dró rólega inn, naut augnabliksins kannski full lengi til að geta látist vera hógvær, sagði bara sisvona að það væri nú bara Dentist. Nú var honum nóg boðið og hringsólaði kringum makríldósina í æstu skapi: "hvað, hve, er blátt í henni?" og með það sama var hann kominn aftur í eiginskott á jeppa. Þar gróf hann sig gegnum svefnpoka, nesti, spúnabox, makrílfötur og rauðan sjógalla, áfram gegnum úlpuhaug og aðgerðarhnífa uns hann dró undan öllu draslinu veiðistöng.

Nú get ég trúað lesendum fyrir því að ég lét það ekki á móti mér að setjast ábakkann, með silungahrúguna mína í hæfilegu flugti við kappann, sem hamaðist við að setja saman - flugustöng! Svo óð hann útí alveg hamslaus með hverja veiðitaug þanda og ég ætlaði svona bara að svara spurningunni áður en hann byrjaði að kasta, að Dentist væri rauð og svört með gylltumbúk - og svo ætlaði ég að bjóða honum eina. En þá var hann búinn að setjaí fisk. Á eina með bláu í!

Höfundur Stefán Jón Hafstein
Birt í apríl 2002

12.11.2020

Stelpur veiða laxa

16.10.2020

Tímavélin

20.8.2020

Klinkhammer

17.8.2020

Helgarfréttir

15.8.2020

Tungsten örtúbur

10.8.2020

Fiskifréttir

4.8.2020

Viðtal við KK

24.7.2020

Laxveiði vikan

22.7.2020

Flugan Friggi

18.7.2020

Flugufréttir

26.6.2020

Veiðimynd dagsins

23.6.2020

Mundu veltikastið

21.6.2020

Flottar opnanir

17.6.2020

Veitt og sleppt

16.6.2020

Laxa opnanir

10.6.2020

Laxafréttir

19.5.2020

Sagan um Krókinn

6.5.2020

Dagur í Kjós

3.5.2020

Nýja Sjáland

28.4.2020

Norðan fréttir

24.3.2020

Vika í veiði