2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
11.3.2020

Metsumarið góða í Straumfjarðará - úr safni Flugur.is

Þetta er augljóslega ekki saga frá árinu 2019 sem var víðast hvar ægilega erfitt viðureignar á Íslandi með örfáum undantekningum helst á norðaustur horninu. Hún var ekki mikil laxgengdin á síðastliðnu sumri en árið 2013 veiddust í Straumfjarðará tæplega 800 laxar á stangirnar 4, stórkostleg veiði og langt yfir ca 350 laxa meðalveiði árinnar. Í sögu dagsins fer Ástþór Jóhannsson, fyrrverandi leigutaki Straumunnar til fjölda ára, aðeins yfir sumarið 2013 á síðasta veiðidegi ársins 2013. 

 

Skrifað á lokadegi vertíðar haustið 2013

Laxi sleppt aftur í Straumfjarðará.

Í vertíðarlok fyrir réttu ári síðan, var hugur blendinn hjá mér, staðarhaldara í Straumfjarðará, eftir einstaklega köflótta og sérskennilega laxavertíð hér við Vesturströndina og þurr sumur þar á undan. Sömu sögu mátti segja víðar hér Vestanlands. Án þess að nokkur skýring lægi fyrir um það hvers vegna lax hætti að ganga fyrir mitt sumar og síðan ekki söguna meir. Hvað var hægt að hugsa eða segja? Allar seiðarannsóknir hér í ánni undangengin ár höfðu skilað frábærri útkomu sem mátti lesa úr að allt væri í stakasta lagi. En svo þetta sérkennilega sumar! Það eitt sat eftir að; "enginn veit neitt og svo ræðst þetta að lokum í hafinu". En þrátt fyrir vonbrigði hafði ég miklar væntingar um nýtt ár sem í vændum var, þótt sú spá byggði fyrst og fremst á vonum og bjartsýni - og svo rann veiðivertíðin 2013 í fljótið.

Frá fyrsta degi var ljóst að þetta yrði óvenjulegt sumar. Laxar sáust víða í opnun og næstu daga á eftir veiddust þeir um alla á. Vatn var með miklum ágætum og gekk fiskur auðveldlega upp í efstu staði stax í byrjun.

Það voru hinsvegar vonbrigði að silungurinn, rígvæn sjóbleikja, gaf sig minna en oft áður. Hún er drjúgur meðafli og kærkomin, í upphafi veiðitímans, sérstaklega ef laxinn er seinn á ferðinni. Það átti hinsvegar ekki við núna og það gæti hafa ráðið um að veiðimenn sóttu minna í ósinn, af því hve mikill lax var genginn upp í á. Má vera skýring frekar en að bleikjan hafi brugðist. Því þegar var kastað á bleikjuslóð þá veiddust vænir fiskar. Og það er dálítið merkilegt að skoða í bleikjumagana hér því þeir eru fullir af flúndruseiðum. Áin hefur hinsvegar þessa fínu náttúrulegu flúndrugildru sem er Sjávarfossinn, einn af neðstu veiðistöðunum, og svo virðist sem flúndrukvikindið stökkvi ekki í fossa - og vonandi verður engin stökkbreyting á henni hvað það varðar. En þar fyrir neðan og í eyrarhyljunum má finna býsna stóra "kolahlemma".

Og svo hélt veislan áfram linnulítið í endalausum sumarrigningum, draumavatni og ágætum laxagöngum. Hér veiddist síðast lúsugur lax alveg undir mánaðarmótin síðustu og þegar áin lokar um hádegi í dag verður nýtt vertíðarmet slegið. Að minnstakosti 786 laxar, sem er 31 laxi betur en metárið 1975.

Stærsti laxinn sem hér veiddist í sumar var mældur 92 sm áður enn hann hvarf aftur í ána og drjúgt veiddist af fiskum sem voru sitt hvoru megin við 85 sentímetrana. En hér hefur verið skylt að sleppa öllum laxi stærri en 70 sm í nærri áratug.

Vegna þess hve áin var óvenju vatnsmikil í sumar var lax að veiðast hreint um allt og fjöldi nýrra stað uppgötvaðir. En Straumfjarðará spilar sinn leik út frá því hversu vatnsmikil hún er á hverjum tíma og getur bólgnað á augabragði í foraðsfljót, þegar flæðir ofan úr fjöllunum í stórrigningum og þá dreifir fiskur sér um allt. Eftir flóð er áin þó alltaf fljót að hreinsa sig vegna þess að stór hluti vatnsins berst úr stöðuvötnunum hér uppi á heiði sem eru oftast tær. Það er meðal annars ástæðan fyrir þeirri sérvisku er hér tíðkast að hafa enga merkta veiðistaði. Það má vel mála eftir númerum, en ekki endilega veiða eftir númerum.

Það má hinsvegar uppljóstra leyndarmáli að allir veiðistaðir verða hnitaðir og settir inn á staðsetningarkort svo hér eftir verða þeir bara appaðir á komandi vertíðum. Það segir nokkuð um að hægt og bítandi eru að koma nýjar kynslóðir fólks til veiða og konur í vaxandi mæli, sem er einstaklega ánægjuleg þróun.

Nokkrir veiðistaðir í ánni gáfu metveiði þetta sumarið og má þar nefna Sjávarfossinn, Nýju brúna og Hýrupoll.

Ég átti von á góðu ári en þetta fór fram úr öllum vonum. Einstaklega ánægjulegt. Ekki síst þar sem voru tímamót hjá okkur hér við ána. Hún fór í útboð eftir 16 ár í okkar höndum og það gat farið á alla lund, fyrst boðið var upp á slíkt. Þær eru vinsælar þessar minni ár sem eitthvað gefa og verðleggjast sennilega hærra en gerist að meðaltali. Enda búa þær oft yfir "added value" ef svo má að orði komast. Straumfjarðaráin býr yfir miklu af slíkum kostum, umfram aðrar ár. Þegar tilboðin voru síðan opnuð kom í ljós að ekki höfðu orðið neinar kollsteypur, allt innan skekkjumarka. Leigutaki reyndist með hæsta tilboðið og gengið var til samninga við félag í hans eigu.

Það er því með góðum væntingum sem við erum byrjuð að undirbúa nýja vertíð, þótt varla sé búið að loka og slökkva á henni þessari.

Ástþór Jóhannsson

12.11.2020

Stelpur veiða laxa

16.10.2020

Tímavélin

20.8.2020

Klinkhammer

17.8.2020

Helgarfréttir

15.8.2020

Tungsten örtúbur

10.8.2020

Fiskifréttir

4.8.2020

Viðtal við KK

24.7.2020

Laxveiði vikan

22.7.2020

Flugan Friggi

18.7.2020

Flugufréttir

26.6.2020

Veiðimynd dagsins

23.6.2020

Mundu veltikastið

21.6.2020

Flottar opnanir

17.6.2020

Veitt og sleppt

16.6.2020

Laxa opnanir

10.6.2020

Laxafréttir

19.5.2020

Sagan um Krókinn

6.5.2020

Dagur í Kjós

3.5.2020

Nýja Sjáland

28.4.2020

Norðan fréttir

24.3.2020

Vika í veiði