2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
7.3.2020

Laxá frá upphafi til enda, Þórður Pétursson - úr safni Flugufrétta

Flugufréttir voru í ferð með Þórði Péturssyni þegar hann ,,lokaði hringnum" sumarið 2001, og hafði þá veitt alla Laxá í Þing. frá upphafi til enda:

Hann er alinn upp í Laxárdal og kynntist fljótt snerpu urriðanna.  Týndi fjaðrir á bakkanum og hnýtti flugur: ,,Þær gráu veiddu oft vel" segir hann,en minnist þess þegar ,,græni spónninn" kom,í þá daga voru slík tæki fátíð.  ,,Ég tók 64 urriða á tveimur dögum á hann" segir hann glottandi. 

Flugur Þórðar eru frægar, og Laxá blá heimsfræg, enda aflahæsta fluga í Aðaldal síðan hún kom fram. 

 Hvaða aðferð?

 

Fyrir okkur hina smærri veiðimenn er fróðlegt að heyra hvað uppsöfnuð reynsla segir.  Þórður er sannfærður um að þegar allt komi til alls sé stærð númer 6 veiðnasta flugan í Aðaldal.  Númer átta sé góð líka, en hin sé líkast til betri að öllu jöfnu.  Við ræðum þá gömlu daga þegar karlanir notuðu hlussuflugur, einkrækjur númer 2 eða stærri.  Okkur kemur í hug sú tilgáta að þær hafi verið meira í ætt við straumflugur, og ef til vill séu slíkar flugur vanræktar nú til dags vegna þess hve mikil áhersla sé á smáar flugur. Hvernig væri að nota meira straumflugur?  Hann er ekki frá því.

 

Líf á fluguna

 

En hvernig lætur Þórður fluguna haga sér í vatninu?  Laxá er stórá og leiðbeiningarnar eiga við slíkar.  Hann kastar mismunandi þvert eftir aðstæðum.  Í hægum straumi kastar hann þverar en venjulega, lang oftast með flotlínu enda leiður á öðru.  Sé straumur stríður kastar hann í þrengra horni niður fyrir sig svo flugan liggi lengur sýnileg á punktinum, að hinn hraði straumur feyki henni ekki burt.

En hvernig veiðir hann eftir kastið? Það er spennandi að heyra. Hann segir alveg ótvírætt að fluga sem hafi líf veiði meira en sú sem rekur,,dauð".  Hann dregur því fluguna í straumi,og því hraðar sem straumurinn er hægari.  Að öllu jöfnu ferðast flugan aðeins hraðar en straumur. Þetta segir hann að hvetji fiskinn.  Og byggir á reynslu.  Þegar félagi hans til margra ára hóf loks fluguveiðar á áeggjan Þórðar dró sá fluguna hraðar en Þórður var vanur.  Árangurinn virtist betri. Þórður tók því að gefa flugunni meira líf í vatninu, og segir mjög eftirtektarvert að þegar fiskur elti geri hann það ákveðnar en þegar flugan liggi laus í straumi.  Takan verði því betri. En hann er ekki mikið fyrir mjög hraða inndrátt, ,,stripp"eins og margir tíðka.  Telur sig of oft hafa lent í að rífa flugu frá laxi.  Ákveðinn dráttur sé góður, en megi ekki vera of hraður. 

 

Hvaða flugur?

 

 Þórður er beðinn að velja í flugnabox handa veiðimönnum sem eru að fara í Aðaldalinn.  Laxá blá, sú sem borið hefur hróður hans víðast kemur fyrst.  Dimmblá, er nú í  mestu uppáhaldi virðist manni, og Draumadís. Veiðivon myndi svo bætast við ef þyrfti.  Þessar saman henta flestum aðstæðum í Laxá, og reyndar mun víðar, satt er það, því litasamsetningarnar eru mjög þekkilegar og hafa reynst vel sunnan lands og vestan,sem og annars staðar á landinu. Hann mælir með númer sex í Aðaldalinn en myndi benda mönnnum á númer átta í smærri ám. Dimmblá er hér að neðan.

 

 Að bregða við fiski?

 

Þegar við setjumst við Heiðarenda og horfum á fegurð Kinnarfjalla, grænabakka Laxár, gular sóleyjar og svo mátulegt flugið á ánni spyr ég hann um hinn stóra leyndardóm laxveiðimanna. Um hvernig eigi að bregða við fiski.  Í Laxá eru almenn sannindi að bíða lengi og láta hann snúa sér við með góða slaka.  Hann segir að einkumnoti hann tvíkrækjur á sumrin og þá láti hann laxinnsnúa sér eftir töku; þá fyrst bregði hann rólega viðtil að festa í kjaftvikinu.  Svo kemur Þórðurmér á óvart.  Á vorin noti hann mikið þríkrækjur,þær sökkvi betur í vatninu sem oft er kalt. Hann nefnir Dimmbláa með silfurþrírkrók sem hann sýnir,og er vissulega vorleg og veiðileg.  En þegar fiskurinn tekur þríkrók kýs hann að bregða við strax og snöggt.  Öngullinn gangi þá niður í tunguna og nái mjög góðri festu.  Þennan sið tók hann upp eftir að hafa misst tvo vorfiska með því að bíða. 

 

Að reyna víðar?

 

Flugur Þórðar eiga tvímælalaust við víðar en í Aðaldal.  Dimmblá er auðvitað slíkt fágæti að fáar flugur komast nærri henni, stílhrein og fögur laxafluga með afbrigðum. Líklegt má telja að hún eigi eftir að halda nafni Þórðar á lofti hve lengst, þótt Laxá blá sé e.t.v þekktari nú. 

 

Mergjaðar sögur

 

Sögur Þórðar eru frá þeim tímum þegar áin skilaði upp í 3000 löxum á land, vaktirnar voru yfirleitt með 5-10 fiska ástöng og marga á bilinu 10-20 pund; þetta voru glæstirdagar.  Við förum um bakkana og skoðum hina frægu veiðistaði, og alveg á undantekninga eru stórfenglega rsögur við hvert fótmál, hér komu fjórir stórir, hér voru átta í röð, hér kom þessi fluga fyrst fram og hér fór laxinn stóri fram af og náðist ekki fyrr enn mörgum kílómetrum neðar...  Og svo heldur hann áfram.  Bendir á spor á bökkum, þúfu eða flag og segir: Ef maður stendur hér og kastar mátulega löngu kasti út, er maður á þeim stað sem flestir laxar hafa komið hér...  Hann þekkir ána gjörsamlega. Ólgur og steina.  Og bætir við fyrir okkur sem ekki vitum jafn mikið: Flestir veiðimenn kasta of langt.  Fiskurinn í Laxá liggur ekki í miðri á, eða langt úti í meginstraumi, hann er í straumskilum við bakka.  Oft ótrúlega nærri.   Menn horfa yfir allt þetta vatn, en fiskarnir eru örstutt úti.  Eins og til að sanna þetta stekkur lax þar sem ég fór með fluguna, það liggur við að ég hefði getað potað í hann með einhendunni minni.  Það er von að margir kjósi að leigja sér Þórð eða aðra kappa af Húsavík með sér í ána.  Þeir eru eins nálægt því og mögulegt er að vera á heimavelli og laxarnir í ánni eru sjálfir. 

 

9000 önglar!

 

Hann vill litríkar flugur, segir að þær komi laxinum til frekar en dumbungslitirnir,og kýs sérstaka tegund Mustad öngla sem hann telur ná mjög fínum hlutfölllum með hæfilega löngum legg og víðum bug.  Hann hugsar fluguna niður í smæstu smáatriði.  Þegar Mustad ákvað að hætta framleiðslu þessara öngla tókst Þórði að semja um sérframleiðslu fyrir sig, með því að panta 15.000 öngla!  Þar af voru 9000 fyrir hann sjálfan.  Það er því nóg að gera í hnýtingunum ef marka má pöntunina. Þórður er tvímælalaust afkastamesti flugnahönnuður landsins með hátt í hundrað frumhannaðar flugur í safni sínu.  Margar selur hann einstaklingum og fyrirtækjum sem þannig fá ,,sínar flugur"og er mikill stíll yfir.  Í vetur leið skiptu pantanir tugum.  Þessi sérstaka þjónusta er rækilega kynnt á flugur.is, flugnasíðu, þar sem er grein um flugur Þórðar. 

 

Fegurð

 

Að hlusta á Þórð og ganga með honum í tvo daga um bakka Laxár er skóli. Til dæmis í afstöðu.   Orðið fallegt kemur oft fyrir hjá honum, án þess að hann taki eftir því sjálfur, líkast til.  Hann vill fallegar flugur.  Það skiptir hann miklu að kasta fallegri flugu.  Hann talar af virðingu um falleg köst. Það er fallegt við ána.  Viskí er betra úr fallegum flöskum (en ekki við ána!).  Við setjumst inn í bílinn hans, við borðið er dregið upp kakómix og heitt vatn, brauð og kleinur.  Ég spyr hann um skyrið.  Af sinni þingeysku hógværð sem er svo fullkomlega eðlileg og ómeðvituð hlær hann við. Spyr hvort ég hafi fengið skyr frá sér.  Jú, það passar, einu sinni í veiðiferð fór félaginn alla leið inn á Húsavík og náði í skyr og hákarl til að borða milli kasta í Hrúthólma.  Þórður kannast við það. Segir svo eins og sannur Þingeyingur: ,,Ég er Íslandsmeistari í að hræra skyr".

VILTU FÁ BRAKANDI FERSKAR FRÉTTIR Í HVERRI VIKU? Skráðu þig hérna fyrir fréttabréfið!

 

Höfundur Stefán Jón Hafstein
Upphaflega birt í janúar 2005


12.11.2020

Stelpur veiða laxa

16.10.2020

Tímavélin

20.8.2020

Klinkhammer

17.8.2020

Helgarfréttir

15.8.2020

Tungsten örtúbur

10.8.2020

Fiskifréttir

4.8.2020

Viðtal við KK

24.7.2020

Laxveiði vikan

22.7.2020

Flugan Friggi

18.7.2020

Flugufréttir

26.6.2020

Veiðimynd dagsins

23.6.2020

Mundu veltikastið

21.6.2020

Flottar opnanir

17.6.2020

Veitt og sleppt

16.6.2020

Laxa opnanir

10.6.2020

Laxafréttir

19.5.2020

Sagan um Krókinn

6.5.2020

Dagur í Kjós

3.5.2020

Nýja Sjáland

28.4.2020

Norðan fréttir

24.3.2020

Vika í veiði