2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
20.3.2020

Laxinn veiddur andstreymis - úr safni Flugufrétta

 Gunnar Örlygsson alþingismaður er ástríðufullur og lunkinn veiðimaður sem sannarlega kann að bregðast við erfiðum aðstæðum. Hann var fyrir skömmu við veiðar í í Laxá í Leirársveit ásamt félögum sínum frá Keflavík og þegar ekkert gekk fór hann að veiða laxinn með aðferðum silungsveiðimanna.

Gunnar segir að þeir hafi átt von á bestu aðstæðum til veiðanna. ,,Sigurður Stormur hafði kætt okkur mikið með rigningarspá, en áin hafði verið vatnslítil um nokkurn tíma og veiði frekar treg þótt mikið væri um fisk í ánni. Við bjuggumst því við veislu í kjölfar vætunnar.

En það var blíðskapaveður þegar  við félagarnir runnum í hlað og áin bæði lítil og viðkvæm en veiðimenn stórhuga, því með viljann að vopni er hægt að komast ansi langt í veiðinni. En þegar fyrstu vaktinni lauk kom í ljós að einungis tveir laxar höfðu komið á land á stangirnar sjö. Það sem stóð upp úr var án efa fyrsti flugulax félaga míns Guðjóns Vilhelm. Það tók hnefaleikaþjálfarann ekki langan tíma að handrota 3 punda hrygnu sem hlaupið hafði á snærið."

 Ævintýri við Miðfellsfljót

Gunnar deildi stöng með Davíð Ibsen frænda sínum. ,,Davíð er bifvélavirki, handlaginn nagli sem aldrei gefst upp. Við áttum Miðfellsfljótið en sá veiðistaður geymir einatt mikið af fiski og á þessum árstíma mikið af sjóbirtingi í bland við laxinn. Sem fyrr var Sigurði Stormi blótað á góðlátlegan hátt, sól skein í heiði og hitastigið um 20 gráður.

Miðfellsfljótið er magnaður fluguveiðistaður. Á þessum veiðistað rennur áin
efst á milli lítilla klappa sem skaga út frá bökkum á bæði borð. Áin er þar nokkuð stríðari en þegar neðar kemur en þar breiðir hún sér þar sem hún rennur yfir klöpp efst og grófa möl neðar. Í klapparbotninum er að finna rennur þar sem laxinn liggur en sjóbirtingurinn virtist að mestu liggja enn neðar í hægari straum neðst í Miðfellsfljótinu. Veiðistaðurinn er líklega um 50-70 metra langur í það heila. Þarna stekkur fiskur mikið og heldur veiðimönnum við efnið. Við frændur vorum þar engin undantekning. Eftir að hafa reynt hefðbundnar laxaflugur í um 30 mínútur án árangurs var sest á bakkann og spáð í spilin. Ég rifjaði  upp veiðisögu þar sem ég hafði við svipaðar aðstæður nokkrum árum áður reynt við laxinn með silungaflugum í Laxá í Kjós. Þá veiddi ég uppstreymis, kom iðulega beint aftan að fiski á veiðistöðum og veiddi varlega með tökuvara. Sá dagur í Kjósinni mun líða mér seint úr minni enda frábær skemmtun þar sem ég veiddi mikið af laxi og sjóbirtingi í bland. Voru þá aðrir veiðimenn farnir að efast heiðarleika minn, héldu jafnvel að ég væri með maðk á flugutíma og þar fram eftir götunum. Ásgeir Heiðar þáverandi staðarhaldari blés á þessar efasemdir veiðimanna eftir að hafa heimsótt mig á veiðistað þar sem ég var að landa 4-5 punda sjóbirting á Mýslu og tók strax í kjölfarið 5-6 punda lax á sömu flugu á meðan hann fylgdist með frá bakkanum."

 Sagan endurtekur sig

Eftir að hafa hlýtt á mig segja þessa sögu ákvað frændi minn að þessi aðferð skyldi reynt. Ég skyldi hefja leikinn og hann fylgjast með til að byrja með og læra aðferðina. Ég setti upp Mýslu og tökuvara eftir að hafa hvílt staðinn nokkuð. Ég byrjaði neðst í fljótinu með því að kasta varlega á grunna vatnið nær mér. Í öðru eða þriðja kast, á stað þar sem ég átti ekki von á fiski hvarf tökuvarinn skyndilega af yfirborði árinnar og ég brá við um leið við. Vænn sjóbirtingur hafði tekið Mýsluna og strikaði um leið yfir veiðistaðinn og stökk líklega 1 - 1,5 metra í loft upp nær hinum  bakkanum.
 
Frændi minn varð yfir sig hrifinn af hástökkum sjóbirtingsins en nokkrum mínútum síðar landaði ég 3-4 punda sjóbirting. Fyrstu fiskarnir sem við tókum voru sjóbirtingar, þeir lágu neðar. Við færðum okkar ofar og sýndum laxinum sömu flugu og áfram voru ákafar tökur og mikið fjör. Samtals veiddum við 9 fiska á þessum veiðistað og frændi minn Davíð náði sínum fyrstu fiskum með þessari aðferð. Daginn eftir settum við í fleiri fiska á öðrum veiðistöðum og náðum á okkar stöng í heildina 11 fiskum. Aflinn var blandaður, bæði lax og sjóbirtingur, 3-5 pund. Mýslan er frábær fluga í bæði lax, bleikju og urriða. Gildir þá einu hvort um ræðir sjógenginn silung eða staðbundinn. Ég er ákveðinn í því að kaupa mér Mýslur fyrir næsta túr. Í Leirársveitinni fengu allir félagar mínir Mýslur frá mér og að sjálfsögðu varð ég lens af þessum frábærum flugum. Samtals veiddum við 20 fiska í þessum túr og ca 13-14 fiska fengum við á  Mýsluna."

Þessi saga birtist fyrst í Flugufréttum 1.sept.2006, viltu fá allar fréttir, sögur og myndir í viku hverri beint í æð og beint í tölvupósthólfið?
SKRÁÐU ÞIG HÉRNA!
 

Myndin er af Eric Clapton ekki Gunnari Örlygs.

12.11.2020

Stelpur veiða laxa

16.10.2020

Tímavélin

20.8.2020

Klinkhammer

17.8.2020

Helgarfréttir

15.8.2020

Tungsten örtúbur

10.8.2020

Fiskifréttir

4.8.2020

Viðtal við KK

24.7.2020

Laxveiði vikan

22.7.2020

Flugan Friggi

18.7.2020

Flugufréttir

26.6.2020

Veiðimynd dagsins

23.6.2020

Mundu veltikastið

21.6.2020

Flottar opnanir

17.6.2020

Veitt og sleppt

16.6.2020

Laxa opnanir

10.6.2020

Laxafréttir

19.5.2020

Sagan um Krókinn

6.5.2020

Dagur í Kjós

3.5.2020

Nýja Sjáland

28.4.2020

Norðan fréttir

24.3.2020

Vika í veiði