2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
4.4.2020

Ungur nemur, gamall temur - úr safni Flugur.is

Máltakið ungur nemur, gamall temur. Börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Ungviðið lærir af hegðun fullorðinna í kringum sig og það ber að hafa í huga í uppeldinu. Allir hljóta að vera sammála um mikilvægi þess að njóta tíma saman með börnunum, spila, tala saman og best er ef maður nær að skapa þeim sama áhugamál. Þar geta leynst margar gæðastundir þegar fram í sækir, ef maður tekur börnin með sér í veiðiferðir, kynnir þeim sportið og vekur upp áhuga þeirra á þessu náttúrulega eðli mannsins. Óskar Páll landskunnugur veiðimaður og ljósmyndari segir hérna frá. 

 GÓÐUR GRUNNUR 

 Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi í byrjun að fá tilsögn og hjálp frábærra kennara, voru það tveir menn sem mest komu við sögu,

 Kolbeinn Grímsson sem kenndi mér að kasta og hnýta og síðan Kristján Kristjánsson (KK) sem ég veiddi með víða um land.

 Báðir þessir menn sýndu með góðu fordæmi, hvað það var sem veiðiskapur snerist um, og hversu mikilvægt það er að flýta sér hægt, staldra við, og taka eftir öllum smáatriðunum í náttúrunni og njóta þess að vera til.

Síðastliðið sumar var komið að mér að miðla af þessum góða grunni. Sonur minn kominn á tólfta árið, og áhugi á fluguveiði kviknaður.

 Eins og Gylfi Pálson skrifaði í grein í síðasta Veiðimanni þá er þetta góður aldur til að byrja að kenna börnum að kasta flugu, ég var búinn að reyna að byrja fyrr en það var eins og það vantaði samhæfingu, frekar en afl. Að sjálfsögðu eru á þessu undantekningar eins og öllu öðru.

 

AÐ MIÐLA AF REYNSLUNNI

 

Nú var komið að fyrsta alvöru veiðitúrnum. Við feðgar áttum dag í Brunná í Öxarfirði.  Við lögðum af stað nokkrum dögum fyrr, og stoppuðum hjá afa á Króknum, þar sem ég ætlaði að kenna stráknum að kasta. Nokkrum vikum áður hafði ég sjálfur farið á svonefnt Maíflugu-veiðinámskeið í Bretlandi. Þar var kastkennari sem kenndi kastækni þá sem Mel Krieger og fleiri kenna og nota.

Þetta kast er miklu auðveldara að kenna og læra en önnur sem ég þekki, og eftir tvo daga var stráksi búinn að ná góðum tökum á þessu.  Ég tel að þetta sé besta kastlagið til að kenna byrjendum. 

 

 

FYRSTI  FLUGUFISKURINN

 

Nú var ekki eftir neinu að bíða og ókum við feðgar sem leið liggur í Öxarfjörð. Þar tók á móti okkur Brunnáin og hennar einstaklega fallega umhverfi.

Eftir að hafa sett saman stangirnar og dáðst að náttúrinni um stund röltum við niður að Bjargarhyl, sagði ég stráknum að byrja efst og veiða sig niður hylinn, sjálfur settist ég á þúfu, reiðubúinn að kalla til hans leiðbeiningar.

Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum þegar ég sá hvernig strákurinn veiddi: án þess að ég hefði sagt honum neitt þá veiddi hann eins og KK! Samviskusamlega, eitt skref, eitt kast, frábært! Ekki kvartaði hann neitt heldur þó að ekki tæki?ann í fyrsta, heldur veiddi hvert kast með fullri einbeitningu.

Þegar hann var kominn neðst í hylinn sáum við báðir hvar stór fiskur kom upp og bylti sér. Kastaði stráksi beint á hann og var tekið um leið af krafti.

Þetta var alvörufiskur og stöngin fór í keng. Mikið var nú freistandi að stökkva af stað og fara að segja honum til, en ég sá þó fljótt að þess þurfti ekki.

Var nú fiskurinn þreyttur og honum landað af einstakri lipurð.

Þetta reyndist vera 5 punda gullfalleg bleikja.

Ég veit það fyrir víst að þessi stund í kvöldsólinni við Bjargarhyl mun aldrei líða okkur feðgum úr minni, en til þess að leyfa öðrum að njóta þessa með okkur þá festi ég þetta á filmu.

  

 

TÖKUM BÖRNIN MEÐ Í VEIÐI OG KENNUM ÞEIM AÐ NJÓTA ÞESSARAR FRÁBÆRU NÁTTÚRUPERLU SEM ÍSLAND ER, Á SKEMMTILEGAN HÁTT.  

12.11.2020

Stelpur veiða laxa

16.10.2020

Tímavélin

20.8.2020

Klinkhammer

17.8.2020

Helgarfréttir

15.8.2020

Tungsten örtúbur

10.8.2020

Fiskifréttir

4.8.2020

Viðtal við KK

24.7.2020

Laxveiði vikan

22.7.2020

Flugan Friggi

18.7.2020

Flugufréttir

26.6.2020

Veiðimynd dagsins

23.6.2020

Mundu veltikastið

21.6.2020

Flottar opnanir

17.6.2020

Veitt og sleppt

16.6.2020

Laxa opnanir

10.6.2020

Laxafréttir

19.5.2020

Sagan um Krókinn

6.5.2020

Dagur í Kjós

3.5.2020

Nýja Sjáland

28.4.2020

Norðan fréttir

24.3.2020

Vika í veiði