2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
1.5.2020

Belís: Sól, sandur og stórir fiskar - úr safni Flugufrétta

Meðan allt var á kafi í snjó á Íslandi og veiðimenn dreymdi um hlýrri daga og spriklandi fisk, upplifði Rafn Alfreðsson drauminn á Belís, sem áður hét Breska Hondúras. Landið er við Karíbahaf á austurströnd Mið-Ameríku og umhverfið allt annað en við eigum að venjast. Þar er eru fannhvítar strendur, tær sjór og pálmatré. Í sjónum við Belís kastaði Rafn fyrir Tarpon, Permit og Bonefish í 30 stiga hita.

 Auk þess að vera einn af leigutökum Miðfjarðarár rekur Rafn fyrirtæki sem veitir veiðimönnum veiðileiðsögn og margvíslega þjónustu víða um heim. Í Belís var Rafn í 10 daga. Þetta er ekki leiðinleg vinna, eða hvað? ,,Nei, þetta venst ósköp vel," segir Rafn. ,,Ég er nánast alin upp við múrverk, þannig að þetta er mikil breyting, því get ég ekki neitað!"

Tarpon - ógnarstór fiskur

Rafn á örugglega eftir að fara aftur á þessar slóðir því Tarpon-fiskurinn sýndi sig en kannski ekki af þeirri stærð sem Rafn óskaði sér. ,,Það er ekki óalgengt að þessi fiskur nái 150 til 200 punda þyngd. Stærsti Tarponinn sem veiðst hefur á flugu er 280 pund. Ég lagði því töluvert á mig til þess að setja í einn. Var með leiðsögumanni á vænlegum slóðum, í á sem rennur skammt frá Belísborg. Við leituðum daglangt og fundum á endanum fisk í árósnum þar sem ég setti í fimm fiska og náði tveimur, en þetta voru bara tittir, 15 og 20 punda fiskar!"

Beinfiskurinn

Beinfiskurinn og Permit eru veiddir í sjónum við aðstæður sem sannarlega eru framandi fyrir okkur. ,,Við fórum út á bát að litlum eyjum, nokkurs konar hólmum, sem voru að mestu umluktar stóru kóralrifi. Þar á grynningunum var vaðið út, leitað að fiski og kastað.

 

Þessi veiði er nánast ólýsanleg. Beinfiskurinn á það til að haga sér eins og bleikjan. Stundum fúlsar hann við öllu sem honum er boðið en þegar veiðimaðurinn hittir á það sem hann vill tekur hann með þvílíkum látum og það er ótrúlegt hvað þessi fiskur er sterkur, þriggja til fimm punda fiskur tekur þvílíka roku að hann rífur út 70 metra af undirlínu á nokkrum sekúndum. Tökunum hjá þessum fiski hefur oft verið líkt við það að húkka eimreið á fullri ferð og ég er ekki frá því að sú lýsing nái tilfinningunni nokkuð vel," segir Rafn.


Og síðan var honum sleppt.

Permit

Þriðja fiskurinn sem Rafn veiddi í sjónum ytra er Permit. Það þarf töluverða nákvæmni í köstunum til þess að fá hann til að taka. Flugan verður að lenda um það bil feti fyrir framan hann og strippið verður að vera rétt. En það er hins vegar engin trygging fyrir því að hann taki, því þótt allt sé rétt er eins víst að fiskurinn horfi á aðgerðarlaus á fluguna, rjúki í burt, elti í smá stund eða taki. Sem betur fer náði ég tveimur, einum 20 punda og öðrum sem var 30 pund. Kannski var þetta heppni hjá mér, því ég hef heyrt af mönnum sem hafa alls reynt við Permit í allt að 300 daga þegar þeir ná að setja í einn."

Rafn segir að Permitinn sér sérstaklega skemmtilegur viðureignar. ,,Það er svakalegt að vera með stöngina kengbogna í hálftíma og ráða ekki neitt við neitt!"


Rafn með 30 punda Permit.

Rafn sagði erfitt að meta hvort svona ævintýri væri dýrt, ,,því gengi krónunnar er í algeru rugli, eins og allir vita. En veiðin og veran á staðnum kostar frá 3000 til 5500 dollara vikan.

Fyrst birt í Flugufréttum 2007.

Höfundur þgg

12.11.2020

Stelpur veiða laxa

16.10.2020

Tímavélin

20.8.2020

Klinkhammer

17.8.2020

Helgarfréttir

15.8.2020

Tungsten örtúbur

10.8.2020

Fiskifréttir

4.8.2020

Viðtal við KK

24.7.2020

Laxveiði vikan

22.7.2020

Flugan Friggi

18.7.2020

Flugufréttir

26.6.2020

Veiðimynd dagsins

23.6.2020

Mundu veltikastið

21.6.2020

Flottar opnanir

17.6.2020

Veitt og sleppt

16.6.2020

Laxa opnanir

10.6.2020

Laxafréttir

19.5.2020

Sagan um Krókinn

6.5.2020

Dagur í Kjós

3.5.2020

Nýja Sjáland

28.4.2020

Norðan fréttir

24.3.2020

Vika í veiði