2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
2.5.2020

Veitt í 40 stiga hita - úr safni Flugur.is

 Við rifjum hérna upp frásögn frá Þorsteini Joð af veiðum á fjarlægum og suðrænum slóðum.

Mér bauðst að stækka veiðilögsöguna, ekki um 200 mílur, heldur suður í Indlandshaf. Mér og Einari Fal Ingólfssyni ljósmyndara var boðið af Pétri Péturssyni og Guy Geffroy í veiði við Maldíveyjarnar óteljandi. Við vorum fimm daga um borð í ms Sultan of Malavi, flottri snekkju sem hafði þrjá aðra báta í togi til að nota við veiðarnar.

 

Job fish, ein af þeim tegundum sem veiddar voru við Maldíveyjar.

John Palufo skipstjóri fór fyrir flokknum, okkur tveimur og fjórum öðrum fluguveiðimönnum frá Suður-Afríku og Ameríku. Þvílíkur snillingur, hann lokkaði stórfiskana upp úr djúpinu með risavöxnum 120 gramma Popperum, sem skautuðu á yfirborðinu eins og flugfiskar, og dró þá með tilþrifum upp á dekk.

Það var líka afar lærdómsríkt að fylgjast með Suður-Afríkumönnunum kasta stórum flugum þarna á djúpmiðum, með stangir fyrir línu 12 og ekkert undir 50 punda taumum. Þeir hafa veitt stórfiska í sjó, út um allar trissur, og sá stærsti sem John Costello hefur tekið á flugustöngina, Sailfish að ég held, var á stærð við fermingardreng, svo vitnað sé í Símon í Vatnskoti og stórurriða hans. "Ég var reyndar með stöng fyrir línu 9 í þessu tilviki" bætti John við.

Það allra skemmtilegasta var að kanna strendur á óbyggðum og byggðum eyjum, kasta flugunum Crazy Charlie og Clauser Minnow út í lónin og leita að fiskum. Þannig veiddum við fiska, eins og Blue Finn og svokallaðan Goat fish, sem voru tvö til þrjú pund.

Síðasta veiðidaginn fór ég einn með Mohamed Shiaan bátsmanni á hraðbát og kannaði risavaxið svæði innan við einn brimgarðinn, svokallaðar Flats. Þar var hægt að kasta á fiska á tiltölulega grunnu vatni, Bonefish, Giant trevally, Grouber og fleiri tegundir. Ég var með flotlínu, og setti dropper undir eins og gjarnan í Hlíðarvatni, til að ná flugunni aðeins meira niður. Ég náði einum svokölluðum Job fish á þrjóskunni, eftir að hafa bölvað því að vera ekki með hækksökkvandi línu, og var harla glaður. Mohamed fannst þetta furðuleg hógværð og sagði stundarhátt að aflinn væri rýr. Hann hafði kvöldið áður setið með tveimur gestanna á afturdekkinu á stóra veiðibátnum, og kennt þeim að dorga með línu, krók og beitu. Það var fullt tungl og glampaði laglega á Sage og Hardy stangirnar, svo ég tali nú ekki um Tibor hjólin, sem héngu eins og jólaskraut um allan bát. Þegar beit á hjá báðum, glotti Mohamed og bendi á fluguboxin þeirra; "Þið hefðuð gott eins getað skilið þetta dót eftir heima drengir."

Þorsteinn J, þessi með andlitsblæjuna, og hinn borubratti Mohamed.

Allt um það, við Maldíveyjar eru ókannaðar veiðilendur, enda eyjarnar langt yfir 1.200, og sannað mál að hægt er að veiða þarna á flugu, líka með beitu og popperum ef vill. Einar Falur Ingólfsson gerir ferðinni góð skil í stórri grein í sunnudagsblaði Moggans um helgina.

Og næst þegar ég fer til Maldíveyja tek ég með mér hægtsökkvandi línu í handfarangri, fleiri stóra Clauser Minnow, og þá meiga stórfiskarnir og Mohamed bátsmaður vara sig. Kv. Þorsteinn J.

12.11.2020

Stelpur veiða laxa

16.10.2020

Tímavélin

20.8.2020

Klinkhammer

17.8.2020

Helgarfréttir

15.8.2020

Tungsten örtúbur

10.8.2020

Fiskifréttir

4.8.2020

Viðtal við KK

24.7.2020

Laxveiði vikan

22.7.2020

Flugan Friggi

18.7.2020

Flugufréttir

26.6.2020

Veiðimynd dagsins

23.6.2020

Mundu veltikastið

21.6.2020

Flottar opnanir

17.6.2020

Veitt og sleppt

16.6.2020

Laxa opnanir

10.6.2020

Laxafréttir

19.5.2020

Sagan um Krókinn

6.5.2020

Dagur í Kjós

3.5.2020

Nýja Sjáland

28.4.2020

Norðan fréttir

24.3.2020

Vika í veiði