2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
4.5.2020

Heimsókn í Varmá

 Flugur.is skelltu sér í heimsókn í Varmá í Hveragerði í bjarta veðrinu í gær. Það var alveg heiðskírt, hvasst og fremur kalt en sólin skein í heiði þegar nokkrir félagar röltu í átt að Bakka svæðinu í Varmá um 3 leytið í gær. Það er pínu labb að ánni frá bílastæðinu því ekki er ráðlegt að fara seinasta spottann á bílum. 

 Fyrir þá sem ekki þekkja til er Bakka svæðið neðsta svæðið í Varmá. Þarna er svæðið í kring marflatt og áin rennur um gróna bakka, oft þó nokkuð djúp. Áin bugtar sig og beygir, grefur sig undir bakkana, þrengist og myndar djúpar lænur inn á milli. Hérna gildir að lesa svolítið í aðstæður og standa ekki alveg við bakkann þegar egnt er fyrir sjóbirtinginn. 
Einn prýðilegur hylur á Bökkunum.

Þegar Flugur.is komu á svæðið voru menn í góðu tómi en temmilega bjartsýnir á að sjóbirtingurinn myndi vera duglegur að sýna sig enda oft talinn ljósfælinn fiskur. Við þurftum þó ekki lengi að bíða til að afsanna það þennan daginn því það var fiskur á báðum stöngum innan 5 mínútna. Þessi taktur hélst í rúman klukkutíma og því allir komnir með nokkra fiska fljótt. Hrikalega skemmtilegt og fiskurinn var grimmur, til að mynda renndu sér fiskar nokkrum sinnum á tökuvarann án þess þó að halda. Þá var prufuð þurrfluga en þeir létu reyndar ekki ginnast við því. 

Við röltum svo niður eftir Bakkanna og rákum í fiska víða. Sennilegast um 25 fiskar á land á nokkrum klukkustundum. Mest bjartur og lítill geldbirtingur en þó toguðust nokkrir í 50-58 cm á lengd. Fiskarnir tóku allir litlar púpur í stærðum 14-18 og á grannan taum. Phesant tail, Perdigon, Midge og Hot Chick til dæmis. Virkilega skemmtilegur dagur sem endaði í prýðis smörrebrauði á Matkránni í Hveragerði. Flugur.is þakka Varmá fyrir virkilega skemmtilegan og bjartan veiðidag. 
Þú færð veiðileyfin í Varmá hérna! 

Við þetta má bæta að Flugur.is heyrðu í einum veiðimanni við Elliðaárnar í vorveiðinni á kvöldvakt gærdagsins. Sá var sáttur eftir góða vakt, landaði 6 urriðum og þar af 3 mjög flottum 54-60 cm löngum. Góður dagur það. Veiðileyfin í Elliðaárnar fást líka hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur. 

 

12.11.2020

Stelpur veiða laxa

16.10.2020

Tímavélin

20.8.2020

Klinkhammer

17.8.2020

Helgarfréttir

15.8.2020

Tungsten örtúbur

10.8.2020

Fiskifréttir

4.8.2020

Viðtal við KK

24.7.2020

Laxveiði vikan

22.7.2020

Flugan Friggi

18.7.2020

Flugufréttir

26.6.2020

Veiðimynd dagsins

23.6.2020

Mundu veltikastið

21.6.2020

Flottar opnanir

17.6.2020

Veitt og sleppt

16.6.2020

Laxa opnanir

10.6.2020

Laxafréttir

19.5.2020

Sagan um Krókinn

6.5.2020

Dagur í Kjós

3.5.2020

Nýja Sjáland

28.4.2020

Norðan fréttir

24.3.2020

Vika í veiði