2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
5.5.2020

Veiðin í Tungufljóti

Við heyrðum í Kristjáni í Fish Partner og tókum stöðuna á svæðum sem eru á þeirra könnu. 
Það eru víða spennandi möguleikar fyrir veiðimenn sem vilja kíkja á bakkann og það er nóg af þeim þar.

Hann Kristján sagði okkur frá frábærri veiði á Kárastöðum á Þingvöllum síðastliðna daga og að Svörtu Klettar væru á nippinu með að detta í sömu veiði. Það verður gaman að sjá hvernig rætist úr því á Þingvöllum. Núna fer aðeins að hlýna og urriðinn aðeins að leita meira upp að landi. 

Af Tungufljóti er það að frétta að enn er fiskur á svæðinu þökk sé köldu vori og veiðimenn hafa verið að veiða ágætlega síðustu daga. Meðal annars fékk hópur sem nú er að ljúka veiðum um 9 fiska á fyrstu vakt. Þarna má því enn líta eftir flottum vorbirtingi sem togar vel á móti. 

En svo sagði hann frá góðum kosti í sumar því FishPartner mun bjóða upp á veiði í Tungufljóti á tilboði í allt sumar. Þar er hægt að finna góðan staðbundin silung, bæði bleikju og urriða allt árið. Húsið við Tungufljót fékk svo flotta uppliftingu í vetur sem lætur öllum veiðimönnum líða vel. Húsið er með 4 tveggja manna svefnherbergjum auk svefnlofts þar sem tveir geta hæglega sofið. Við bendum lesendum á að líta hér á heimasíðuna til að kanna málið. 

Á heimasíðunni má líka finna tilboð í hálendisveiði Fishpartner í Köldukvísl og Tungná auk fleiri bitastæðra hluta. 
Förum að veiða kæru lesendur og njótum vorsins og sumarsins á yndislega landinu okkar. 



Við heyrðum svo frá veiðimönnum sem öttu kappi við sjóbirting í Kjósinni í gær. Þar hefur veiðin verið stórkostleg þrátt fyrir litla sem enga ástundun i vor og um 400 fiskar hafa veiðst, margir vel stórir. Í gær voru veiðimenn búnir að landa 6 um miðjan dag og missa svipað magn. 
 

12.11.2020

Stelpur veiða laxa

16.10.2020

Tímavélin

20.8.2020

Klinkhammer

17.8.2020

Helgarfréttir

15.8.2020

Tungsten örtúbur

10.8.2020

Fiskifréttir

4.8.2020

Viðtal við KK

24.7.2020

Laxveiði vikan

22.7.2020

Flugan Friggi

18.7.2020

Flugufréttir

26.6.2020

Veiðimynd dagsins

23.6.2020

Mundu veltikastið

21.6.2020

Flottar opnanir

17.6.2020

Veitt og sleppt

16.6.2020

Laxa opnanir

10.6.2020

Laxafréttir

19.5.2020

Sagan um Krókinn

6.5.2020

Dagur í Kjós

3.5.2020

Nýja Sjáland

28.4.2020

Norðan fréttir

24.3.2020

Vika í veiði