2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
16.5.2020

Örsögur frá sumrinu 2011 - úr safni Flugufrétta

 Forsíðumynd fréttar: Jóhann Vilhjálmsson byssu- og hnífasmiður tók þessa fallegu mynd af Davíð Þór Jónssyni að kasta flugunni á fallegum stað í Tungufljóti í Biskupstungum.  Veiðimynd vikunnar er fastur liður í Flugufréttum allar vikur ársins!

Margt skemmtilegt kemur fram í örsöguformi í Flugufréttum og meðan við bíðum eftir nýrri vertíð er í lagi að rifja nokkrar af þeim upp öllum til yndisauka.  Að venju verðum við með áramótaannálinn á sínum tíma fyrir dygga áskrifendur þar sem við rifjum upp sumarið í heild. En á meðan duga örsögurnar, góða skemmtun!

 

Himnasæla, eða hvað?

Flugufréttir eru frekar veraldlega þenkjandi en sperrtu eyrun um daginn þegar þær heyrðu í útvarpinu viðtal við Guðmund Kristinsson, höfund bókarinnar Sumarlandið. Þar hefur hann skrásett reynslu fólks af því að vakana eftir dauðann á nýjum stað.

Þetta var nýtt fyrir Flugufréttum sem ákváðu að hafa samband við Guðmund og spyrja hann út í það hvort ekki væri öruggt að við fengjum að veiða hinum megin.

Guðmundur tók erindinu vel og vitnaði í Pál bónda á Baugstöðum og sagði að hann hafi vaknað upp á strönd, þegar hann var kominn yfir móðuna miklu. "Honum leist strax vel á sig og smíðaði sér trillu og fór á sjó. Þar sá hann mikið af fiski en fannst leitt að mega ekki veiða, því þarna hinum megin megum ekki gera dýrunum illt," sagði Guðmundur.

Og þá vitum við það. Himnaríkissælan er því miður fólgin í einhverju öðru en fluguveiði, því miður. 

 Tröllasögur af Þingvöllum

 Veiðimenn dáðust af risaurriðanum sem Tómas Zahniser veiddi í Þingvallavatni í maí.


Tómas og tröllið.

Tröllið var ein 24 pund að þyngd og tók flugu sem heitir Black Ghost Sunburst, er nokkuð þekkt afbrigði flugunnar góðu.
 

 


Black Ghost Sunburst.

Í spjalli við Flugufréttir sagðist Tómas hafa sökkt flugunni og dregið hafa eftir botninum og náð þannig til risaurriðans.

Og fleiri drjólar komu upp úr Þingvallavatni í vor, margir, satt að segja.

Fréttin af stóra urriðanum sem Tómas Skúlason, Tommi í Veiðipotinu, veiddi í Þingvallavatni fór víða. Það hefur hins vegar minna verið fjallað um fluguna sem hann tók, en við trúum því að flugan skipti máli og öll viljum við hafa eintak af henni í boxinu.


Flugan sem þetta 23 punda tröll tók ef eftir Tómas og heitir Páskaunginn. Um er að ræða zonker sem líkist Black ghost og varð ein af frumsýningarflugum Flugufrétta í sumar.Minna en fiskur á dag:

Já Hlíðarvatn var ekki sterkt í sumar en Flugufréttir kunna svarið: Kveðskapur.  Stefán Hjaltested er lunkinn við að setja saman vísu og þessa ritaði hann í gestabók Ármanna við Hlíðarvatn eftir ,,rólegan" túr:

Gróður vaknar grænka tún,
gleði hjörtun fylla.
Láttu þér ei bregða í brún,
bleikjan tekur illa.
 

Vorið var kalt!


Þessar grifflur sáust í Soginu í maí. Flugufréttir mæla með því að karlar prjóni svona fyrir konurnar sínar, einkar þægilegar flíkur.

Laxveiðin fór vel af stað og fyrsti flugulaxinn tók Glaða tvíburann


Glaði tvíburinn, túban sem gaf Ásmundi Helgasyni fyrsta laxinn í opnun Norðurár.


Íslendingar eru farnir að planka og veiðimenn planka árnar. Jón Þór Júlíusson hafði nógan tíma við Norðurá.

Umhverfssóðar við Arnarvatn litla

Á tanga við norðanvert Arnarvatn litla blasti við ömurleg sjón. Veiðimenn sem voru þarna á undan tíðindamönnum Flugufrétta höfðu hent hátt í 100 hræjum af silungum út í vatnið eftir að hafa flakað þá, eða öllu heldur skorið úr þeim bestu bitana, því þessir menn hefðu ekki fengið háa einkunn fyrir nýtingu í frystihúsum landsins.


Svívirðileg umgengni við náttúruna.

Vatnsheldar myndavélar koma sterkar inn


Ríkharður Hjálmarsson sendi Flugufréttum myndir. Þessa stórskemmtilegu mynd tók hann á vatnshelda myndavél sem hann segir að sé algert ,,möst" fyrir veiðimenn að eiga ,,...og er ég alveg rasandi hvað hún skilar góðum neðanvatnsmyndum. Ég var einn við veiðar þegar ég tók þessar myndir. Ég var með kengbogna stöng í annarri hendinni  og hina notaði ég til þess að stinga myndavélinni ofan í vatni og smella af," segir Ríkharður og bætir við að vélin kæmi með alveg nýja vídd inn í veiðarnar.
Flugufréttir þakka Ríkharði fyrir myndirnar og hvetja lesendur til þess að senda okkur skemmtilegar veiðimyndir.

Taktu hann á tökuvarann!

Fjöldi veiðimanna hafa lent í því að fiskurinn líti ekki við flugunni heldur rjúki með látum á tökuvarann. 
Flugufréttir voru vitni að því að leikið var á lónbúann. Sérstökum tökuvara var kastað fyrir hann og urriðinn féll fyrir honum.


Galdralöppin.
Flugan heitir Galdralöppin. Uppistaðan er rauður korkur (sem upphaflega var brotinn af korki í sundlaug í Reykjavík). Nettur öngull er þræddur gegnum korkinn og framan við hann er  búkur úr svartri ull og svört fjöður hringvafin yfir ullina. Flugan er því ekki ósvipuð hinni skæðu Black Zulu, nema í staðin fyrir rauða skottið kemur korkurinn. 

 Kusudráp

Við höfum af því spurnir að talsvert af 5-9 punda bleikjum hafi veiðst í Ormarsá á Sléttu og menn nýti jafnvel kusurnar til að bæta upp laxveiðina ef hún er treg - sem mun þó ekki vera oft á þessum slóðum. Í kjölfar slíkra frétta vaknar hins vegar spurningin: í hversu mörg sumur geta menn drepið varphænurnar og vonast til að fá samt nýorpin egg?  Má í því sambandi minna á að margir telja að hrun sjóbleikjustofnsins í Eyjafjarðará hafi m.a. stafað af því að kusurnar voru drepnar í gríð og erg á efsta svæði árinnar þar sem helstu hrygningarstaðir eru. 

Bara á svartan nobbler

Högni Bergþórsson veiðir einungis á Svartan Nobbler í Veiðivötnum. Það borgaði sig í þegar hann nældi í þennan flotta sex punda urriða í Litlasjó. 

Og verðlaunasaga í lokin:

Það var Þórir Grétar sem náði markinu:  "Jæja, þá var ég allt í einu kominn í 20 punda klúbbinn. Með talsverðri viðhöfn var ég sæmdur sérstökum skildi sem Árni Péturs í Nesi afhendir öllum þeim sem landa laxi sem er 20+. Klaus Frimor sæmdi mig skildinum og lét þau orð falla að ég ætti hann alls ekki skilið því viðureignin hefði verið allt of stutt.


Viltu Flugufréttir alla föstudaga með sögunum, flugunum og myndunum?  Samfelld útgáfa síðan árið 2000

 

Já! Ég vil gerast félagi í netklúbbnum 
og gerst áskrifandi nú þegar fyrir aðeins 175 verðlausar krónur á viku.


Smelltu hér til að skrá þig

Borð og taska fyrir hnýtara

Elías Jóhannesson smiður á Akranesi hefur mjög sérstakan áhuga á fluguhnýtingum. Hann hnýtir ekki sjálfur, kann það ekki að eigin sögn en hann hefur handfjatlað tólin og efnin þegar hann afgreiddi veiðimenn í Axelsbúð sem nú er búið að leggja niður.

"Þessi heimur vakti áhuga minn og ég fór að velta því fyrir mér hvernig þetta væri gert og hvernig menn festu væsinn á borð og fleira í þá veruna. Þetta varð til þess að ég fór að hugsa um hvort ekki væri hægt að útbúa eitthvað sem héldi utan um tækin og efnið svo þetta væri ekki út um allt. Ég lagði hausinn í bleyti og smíðaði borð þar sem hægt var að hafa allt við höndina og setja þetta svo bara í heilu lagi inn í skáp," segir Elías.



Hann þróaði borðið og kom því fyrir í tösku sem hægt er að taka með sér hvert sem er og hægt er að hafa í bílnum svo menn geti hnýtt á bakkanum. Það besta við hönnun Elíasar er auðvelt er að taka saman eftir hnýtingarnar , öllu er einfaldlega sópað ofan í töskuna og hún sett ofan í skáp.

Stysta veiðisaga Kolbeins?

Í hefti Áróðs, fréttabréfs Ármanna, er m.a. að finna ítarlegt viðtal Baldurs Sigurðssonar við Pétur H. Ólafsson um veiðifélagana og fyrstu ár Ármanna. Pétur vitnar oft til Kolbeins heitins Grímssonar og hefur m.a. eftir honum eina örstutta veiðisögu úr Hlíðarvatni í Selvogi:

"Ég spurði um aflabrögð en hann bað mig að fylgja sér út undir vegg. Þar hvíslaði hann að mér stutt og laggott: Það veiddu allir nema Kolbeinn Grímsson."

Það var Kolbeini líkt og þeir sem þekktu hann heyra jafnvel glettna röddina.

Þjóðlegur fróðleikur: Barnafoss

Í umfjöllun okkar um Skjálfandafljót í haust um var minnst á Barnafoss sem á frægari nafna í Borgarfirði en sá foss er yfirleitt í fleirtölu nefndur Barnafossar. Fossinn í Skjálfandafljóti á sér svipaða sögu og sá í Borgarfirði.


Barnafoss í Skjálfandafljóti.

Á vefsíðunni natur.is má lesa:

Barnafoss er í Skjálfandafljóti á móts við bæinn Barnafell í Ljósavatnshreppi. Þarna fellur fljótið í þröngu og allt að 100 m djúpu gljúfri, sem djarfhugar hafa stokkið yfir, ef trúa má sögum og sögnum. Klakabogi myndast yfir fossinn í miklum frostum og stundum var fé rekið yfir hann á veturna til beitar í Þingey. Oft var strengdur kaðall yfir ána við fossbrúnina til að flýta fyrir brúargerðinni. Mæðgin tvö runnu á svelli heiman frá bæ niður að fossi árið 1925 og gátu enga björg sér veitt. Fjórtán ára sonur konunnar sá atburðinn og batt saman alla spotta, sem hann fann heima á bæ og fetaði sig síðan niður til móður sinnar og bróður og bjargaði þeim.
Tveimur árum síðar fékk hann viðurkenningu úr sjóði Andrew Carnegies. Þessi drengur hét Sigurður Benediktsson (1911-1970), sem varð kunnur fyrir blaðamennsku, útvarpsþætti og listmunauppboð. Nafngiftir bæjar og foss eru sögð dregin af því, að börn hafi eitt sinn verið að leik í tunnu á hlaðinu og að tunnan hafi oltið með þau í gljúfrið, þar sem þau fórust. Bærinn er í eyði.
 

  • Hvar færðu meira fyrir gengisfelldar 175 kr?
    Allt efni á vefnum ókeypis fyrir áskrifendur Flugufrétta.
    -Allar greinar
    -Aðgangur að gagnabanka gegnum leitarvélina
    -Flugufréttir alla föstudaga

 

12.11.2020

Stelpur veiða laxa

16.10.2020

Tímavélin

20.8.2020

Klinkhammer

17.8.2020

Helgarfréttir

15.8.2020

Tungsten örtúbur

10.8.2020

Fiskifréttir

4.8.2020

Viðtal við KK

24.7.2020

Laxveiði vikan

22.7.2020

Flugan Friggi

18.7.2020

Flugufréttir

26.6.2020

Veiðimynd dagsins

23.6.2020

Mundu veltikastið

21.6.2020

Flottar opnanir

17.6.2020

Veitt og sleppt

16.6.2020

Laxa opnanir

10.6.2020

Laxafréttir

19.5.2020

Sagan um Krókinn

6.5.2020

Dagur í Kjós

3.5.2020

Nýja Sjáland

28.4.2020

Norðan fréttir

24.3.2020

Vika í veiði