2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
20.5.2020

Opnun Staðar og Múlatorfu í Þingeyjarsýslu - sögustund: Hvellur við Miðkvísl

 

Í dag opna Staðartorfa og Múlatorfa neðan virkjunar í Laxá í Þingeyjarsýslu. Innan skamms opna svo svæðin þar fyrir ofan í Laxárdal og Mývatnssveit. Þessi svæði eiga það sameiginlegt að vera einhver albestu urriðasvæði landsins og eiga sér fáar hliðstæður í hinum stóra heimi. Hungraðir urriðar í þúsundavís veiðast á ári hverju á þurrflugur, púpur, straumflugur og votflugur. Það borgar sig að vera með allt vopnabúrið tiltækt þegar haldið er til veiða. Pattaralegir fiskar hefja sig til lofts ýmist fyrir hinn magnaða sporðadans eða hið hefðbundna stökk. Það er algjör unun að kljást við urriðann. Það er vel við hæfi að ryfja upp frásögnina frá því að stíflan í Miðkvísl var sprengd í ágúst fyrir hálfri öld. Hérna eru vettvangsmyndir frá séra Erni Friðrikssyni. Í ársbyrjun 2013 var sýnd heimildamynd um þennan atburð, Hvellur. 

Þessi aðgerð varð til þess að stöðva allar áætlanir um verulegar virkjanir í Laxá. Vert er að rifja upp að til stóð að reisa 57 metra háa stíflu neðst í Laxárdal og breyta dalnum í stórt miðlunarlón fyrir Laxárvirkjun. Fleiri stíflur átti að gera í Laxá og eitt fegursta svæði hennar við Helluvað, sem blasir við ferðamönnum sem aka niður Mývatnsheiðina átti að gera að uppistöðulóni. Vatni úr Skjálfandafljóti átti að veita í miðlunarlón á hálendinu og þaðan gegnum Kráká út í Mývatn þar sem þá hefði orðið afar stórt miðunarlón virkjunarinnar.


Svona var stíflan. Hér er búið að fjarlægja grjótið utan af henni og menn farir að moka mold og drullu í burtu. En kjarni stíflunnar var steyptur og þá þurfti að nota dínamít.

Sigurður Jónsson frá Arnarvatni segir að ótrúleg eining hafi verið meðal allra þeirra sem tóku þátt í aðgerðinni. ,,Hin opinbera saga segir að ákvörðunin hafi verið tekin við útför Sigríðar Sigurðardóttur, flökkukonu í Mývatnssveit, en hún var einmitt jarðsunginn þennan sama dag. Hið rétta er að forsvarsmenn sprengingarinnar voru búnir að ákveða þetta fyrr og sjálfur vissi ég hvað til stóð kvöldið áður" segir Sigurður sem telur ekki ósennilegt að það hafi ráðið einhverju um dagsetninguna að um var að ræða afmælisdag nafna hans og skálds, Sigurðar Jónssonar frá Arnarvatni, en hann orti einmitt ,,Blessuð sértu sveitin mín" sem kalla má þjóðsöng Mývetninga.


Hugsanlega eru menn að koma dínamíti fyrir á þessari mynd.

Hátt í hundrað manns voru við stífluna umrædd kvöld og flestir tóku þátt í aðgerðum, vopnaðir skóflum og hökum. Sigurður segir það hafa verið mikil vonbrigði þegar menn áttuðu sig á því að kjarni stíflunnar var steinsteyptur. ,,Þá kom ekkert annað til greina en að sprengja og það var auðveldara en við áttum von á. Fyrir það fyrsta var nokkuð um dínamít í gjótum á svæðinu því bændur höfðu um árabil sprengt klakastíflur í ánni fyrir Laxárvirkjun og við notuðum einfaldlega þeirra eigið dínamít við sprenginguna!"


Fjömenni mætti þegar minnisvarði um sprenginguna var afhjúpaður. Stöpullinn er gerður úr broti af umdeildum silungastiga sem átti að opna urriðanum leið í gegnum stífluna. Á stöplinum er mynd sem Ólafur Sveinsson gerði af stíflurofinu eftir ljósmynd eftir Örn Friðriksson.

Sigurður segir að það hafi komið mönnum á óvart hvað það var í raun og veru einfalt að sprengja stífluna. ,,Við settum dínamítið ofan við stífluna og létum vatnsþungan halda því að stífuveggnum og bárum síðan grjót að dínamítinu og þetta gekk svona ljómandi vel," segir Sigurður.

Alls lýstu 113 manns ábyrgð á verknaðinum á hendur sér og af þeim fengu 65 sprengimenn tveggja og hálfs árs skilorðsbundin fangelsisdóm fyrir verknaðinn. Sigurður var einn þeirra.

-þgg

12.11.2020

Stelpur veiða laxa

16.10.2020

Tímavélin

20.8.2020

Klinkhammer

17.8.2020

Helgarfréttir

15.8.2020

Tungsten örtúbur

10.8.2020

Fiskifréttir

4.8.2020

Viðtal við KK

24.7.2020

Laxveiði vikan

22.7.2020

Flugan Friggi

18.7.2020

Flugufréttir

26.6.2020

Veiðimynd dagsins

23.6.2020

Mundu veltikastið

21.6.2020

Flottar opnanir

17.6.2020

Veitt og sleppt

16.6.2020

Laxa opnanir

10.6.2020

Laxafréttir

19.5.2020

Sagan um Krókinn

6.5.2020

Dagur í Kjós

3.5.2020

Nýja Sjáland

28.4.2020

Norðan fréttir

24.3.2020

Vika í veiði