2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
23.5.2020

Merkileg bleikjusaga - úr safni Flugur.is

 

,,Hér er dálítið merkileg saga" skrifar Jón Gunnar Benjamínsson á síðuna Fluguveiðigúrúar og við fengum leyfi til að birta hér því hún á erindi víða.

Sagan er svona:

Undirritaður veiddi bleikjuna á myndinni (sú efri), þann 2.ágúst 2011 og reyndist hún vera merkt. Hún var þá 65cm. og var sleppt eftir snarpa viðureign og myndatöku. Þann 1.ágúst 2014 veiddi sá sem þetta skrifar svo stærðarinnar bleikju á nánast sama blettinum og hina fyrri eða á Jökulbreiðunni á svæði 5 í Eyjafjarðará. Sú reyndist líka merkt og var hvorki meira né minna en 71cm. Við nánari eftirgrennslan reyndist þarna um sama fiskinn að ræða og veiðimaðurinn hafði glímt við sumarið 2011, haft sigur og sleppt aftur í ánna, nánast þremur árum fyrr upp á dag. Það má leiða að því líkum að þessi fiskur sé um það bil 9 pund og gott til þess að vita að hún syndir enn um hylji Eyjafjarðarár og muni auka kyn sitt enn eina ferðina.

Þetta er ótvíræð og óvéfengjanleg sönnun þess að veiða og sleppa aðferðin í bleikjuveiði, skilar árangri.

Með veiðikveðjum,
Jón Gunnar

Það er auðvitað aragrúi fleiri dæma um að veiða og sleppa er að auka virði svæða fyrir landeigendur og veiðimenn. Silungur gengur aftur og aftur upp árnar sínar til hrygningar. Urriðinn í Þingvallavatni til dæmis verður bara stærri og stofninn sterkari með hverju árinu sem líður eftir að farið var að skylda veiðifólk til sleppinga á honum. Við höfum birt fréttir frá áratug síðan þar sem fréttir af svona fiskum komu aðeins örfáum sinnum á ári. Núna veiða sömu veiðimenn jafnvel tugi urriða frá 60cm upp úr á einu og sama tímabilinu. Eyjafjarðará er að koma tilbaka eftir mögur ár og þar er sérstaklega sjóbirtingur í sókn. Enn eitt gott dæmi um þetta er Leirá í Leirársveit, þar er núorðið hægt að gera frábæra sjóbirtingsveiði, stofninn stækkar og það fjölgar í honum. Með þessu er hægt að gera svæðin frambærilegri og flottari fyrir framtíðar veiðimenn landsins.  
 

12.11.2020

Stelpur veiða laxa

16.10.2020

Tímavélin

20.8.2020

Klinkhammer

17.8.2020

Helgarfréttir

15.8.2020

Tungsten örtúbur

10.8.2020

Fiskifréttir

4.8.2020

Viðtal við KK

24.7.2020

Laxveiði vikan

22.7.2020

Flugan Friggi

18.7.2020

Flugufréttir

26.6.2020

Veiðimynd dagsins

23.6.2020

Mundu veltikastið

21.6.2020

Flottar opnanir

17.6.2020

Veitt og sleppt

16.6.2020

Laxa opnanir

10.6.2020

Laxafréttir

19.5.2020

Sagan um Krókinn

6.5.2020

Dagur í Kjós

3.5.2020

Nýja Sjáland

28.4.2020

Norðan fréttir

24.3.2020

Vika í veiði