Tommi fór í morgun með félaga sínum Ársæli á Þingvelli. Þeir settu bátinn sinn á flot og létu sig flakka víðsvegar um vatnið. Þeir fundu fiska víða um vatnið, heilmikið stuð á þeim. Lönduðu fimm flottum fiskum og misstu slatta, hættir kl 15:30 nota bene. Samkvæmt Tomma tóku fiskarnir djúpt, þeir félagar veiddu með hraðsökkvandi taum og stórum straumflugum á strippinu í stærðum 2 og 4 alls konar Zonkerar með kanínu vængjum. Góður dagur hjá þeim félögum.
Ársæll með flottan urriða frá því í gær.
Miðað við þessar fréttir og aðrar sem við höfum haft af Þingvöllum síðustu daga þá er urriðinn ennþá á fleygiferð og tilbúinn að éta flugurnar sem hann rekst á. Það er því um að gera að skunda á Þingvöll og freista gæfunnar. Svo ætti bleikjan að fara að detta inn á næstu dögum þegar brumið fer að koma á tréin.