2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
2.6.2020

Frábær veiði á Þingvöllum

 
Flottur fiskur úr Efri Brú.

Við heyrðum í Sindra hjá Fish Partner og fengum að heyra aðeins stöðuna á svæðum þeirra. Hann hafði þetta að segja okkur.
"Maður hélt þetta væri að klárast á Kárastöðum, það komu eitthverjir 3 dauðir dagar í röð en svo datt í þetta bingó hjá Þorsteini og Gunna í fyrrakvöld. Heyrði svo af eitthverjum fiskum þar í gær svo það virðist ætla teygjast lengra tímabilið þar.
Svörtu klettar hafa lítið verið stundaðir og lítil veiði. Gummi Atli tók einn flottann um daginn og svo hafa komið nokkrar sílableikjur upp þarna. Urriðarnir sem hafa veiðst hafa allir verið að koma mjög seint á kvöldin. En aðallega hefur svæðið verið mjög lítið stundað. Villingavatnsárós Þetta hafa verið á milli 5 og 10 fiska á dag yfirleitt síðustu vikur. Byrjað koma aðeins meira af stærri fiski en framan af maí var uppistaðan þessi 50-60cm geldfiskar. B svæðið lítið sem ekkert verið stundað síðustu viku en það datt inn veisla þar um helgina þegar veiðimenn mættu á svæðið.

Fiskur úr Villingavatnsárósi svæði B.

Annar af svæði B.

Sindri sagði enn fremur: Villingavatn flottir fiskar alltaf. Meira af 40-50cm fiskum en undanfarin ár. En þá að koma stærri fiskar en greinilega góður árgangur af 40-50cm að koma upp. Menn hafa verið að veiða best á mýpúpur sem er tilbreyting frá týpísku straumflugu veiðinni þar.
Kaldárhöfði þar er bleikjan ekki mætt en hafa komið fínir urriðar við Sprænutanga og þar. Efri-brú lítið verið Stundað en kom geggjaður urriði þar í gær.

Hálendið í Köldukvísl og Tungná er erfitt. Var kakó á tímabili í síðustu viku en veiðin hefur verið góð fyrir utan þessa kakó daga. Aðallega slóðar sem hafa gert mönnum erfitt fyrir. Eru að þorna en hlutirnir eru aðeins á eftir á þarna upp frá eins og vorið hefur verið. Geldingatjörn er svo búin að sama og alltaf. Nóg af smá urriða með stærri inn á milli. Svo var reyndar Tungufljotið aðeins veitt í vikunni og voru eitthverjir geldfiskar á sveimi sem var landað ásamt staðbundnum urriðiðum og bleikju.


Við sáum einnig að veiðimenn hafa verið að gera mjög góða veiði á Ion síðastliðna daga. Þar komu ríflega 100 fiskar á stangirnar fjórar hjá síðustu veiðimönnum sem veiddu þar í tvo eða þrjá daga. Þar hefur veiðin verið mjög góð sérstaklega í Ölfusvatnsárósi. 

12.11.2020

Stelpur veiða laxa

16.10.2020

Tímavélin

20.8.2020

Klinkhammer

17.8.2020

Helgarfréttir

15.8.2020

Tungsten örtúbur

10.8.2020

Fiskifréttir

4.8.2020

Viðtal við KK

24.7.2020

Laxveiði vikan

22.7.2020

Flugan Friggi

18.7.2020

Flugufréttir

26.6.2020

Veiðimynd dagsins

23.6.2020

Mundu veltikastið

21.6.2020

Flottar opnanir

17.6.2020

Veitt og sleppt

16.6.2020

Laxa opnanir

10.6.2020

Laxafréttir

19.5.2020

Sagan um Krókinn

6.5.2020

Dagur í Kjós

3.5.2020

Nýja Sjáland

28.4.2020

Norðan fréttir

24.3.2020

Vika í veiði