Við heyrðum Í Þorsteini Stefánssyni með fréttir af fyrstu vakt í Norðurá. Hann sagði okkur þetta af bakkanum :
" Kaldur morgun, byrjaði hægt en um 10 leytið byrjaði að hlýna og Vilborg fékk maríulaxinn sinn á rauðan elliða 14 og laust fyrir 13 landaði Helgi Björns laxi eftir að hafa misst 2 áður. Báðir komu þeir á brotinu.
Alls komu 7 laxar upp á vaktinni og fiskurinn vel dreifður."
Við fylgjumst betur með Norðurá næstu daga og berum fréttir af opnunum Þverár og Blöndu á morgun.