2025 - 2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
2.7.2020

Stöng, línur og taumar - endurbirt heilræði

 

 Að kaupa sér stangir, línur eða græja sig upp. Hér eru nokkur heilræði til að hafa í huga áður en maður hittir kaupmanninn.  (Uppfært 2013).

Fyrst um veiðistöngina.  Stangir eru misjafnar og oft lesum við um ,,rod action" sem vísar til þess hvernig stöngin svignar fyrst og réttir svo úr sér í kasti.  Þetta er huglægt mat, og enginn staðall er til um sveigjanleika stanga.  Sumar eru ,,mjúkar" og svigna þá hægt og rétta hægt úr sér.  Aðrar eru ,,hraðar", og krefjast meiri orku af kastaranum, en vinna þá miklu betur  á móti vindi svo dæmi sé tekið.
 
Byrjendur ættu að biðja um miðlungshraðar stangir segja þeir sem gerst vita.

Hvað þýðir # á stöng?

Stangir eru númeraðar eftir því hve þung línan er sem þær bera. (Ekki rugla því við sökkhraða).  Því lægra númer, því léttari lína.   Flestir silungsveiðimenn ættu að miða við stöng #5 eða #6, sem þýðir línuþyngd 5 eða 6.  Línur númer 9-12 henta fyrir stórar og straummiklar ár, og krefjast oft tvíhendu.  Lognkyrr kvöld við lítið vatn þola stöng fyrir línu 3-4.  Þeir sem eru mjög gefnir fyrir að skapa sér meiri erfiðleika en byrjendur vilja, velja sér stöng fyrir enn léttari línu og eru í skemmtilegum vandræðum ef vænn fiskur bítur á. Núllið er toppurinn hér!

Við veljum stöng og línu saman fyrir þá veiði sem við ætlum í og þær aðstæður sem við væntum.


Úr Flugufréttum viku: Við lönduðum fallegum birtingum (7-8 punda) og sögðum frá flugunni sem þeir tóku.  Nú vita áskrifendur það!  Hvaða tæki?  Stöng: "9,6" #8. Lína: WF 8, sökkendi. Girni: 12 punda hefðbundið, 50 sm frá sökkenda í flugu.


Hvaða númer af stöng fyrir hvers konar veiði?

#0-4:  Smáir silungar og litlar ár og lækir, lognkyrr vötn.
#5-7:  Venjuleg silungsveiði, smálax, léttar flugur.
#8-9:  Krefjandi ár sem geyma lax og stórsilunga, straumflugur og túpur.
#10-12:  Sumir kjósa tvíhendur fyrir nánast hvaða laxveiði sem er, oft línu 9-11 og 11-14 feta stöng. 

Hugsaðu málið.  Áttu von á 4 punda Norðurárlaxi á tvíhendu?  Ekki láta plata þig. Stöng fyrir línu sex er fín í það mál.  Á hinn bóginn getur vel verið að þú viljir fara upp í 10-11 feta einhendu eða skiptistöng (switch) til að gára flugur betur og stýra í straumi. Línuþyngd á þessum nýlegu stöngum þarf ekki að vera nema  #6-7 og þú nýtir kosti léttrar línu og lengri stangar saman.

Taktu þér línu og stöng sem hentar þeim veiðiskap sem þú reiknar með að stunda.  En af því að við búum á Íslandi þarf að muna að hér er vindasamt og oft getur orðið fjáranum erfiðara að koma mjög léttum línum út.

Kostir og gallar:

Léttar línur (0-4): Leggjast ákaflega fallega á stilltan vatnsflöt, styggja síður frá sér og svona léttar stangir bjóða smærri fiskum í góðan leik.  Galli: Erfitt að koma út í vindi nema stöngin sé þeim mun betri.

Miðlungs línur:(5-6):  Ef þær eru notaðar með góðum stöngum ráða þær nánast við allar aðstæður nema verulega vont veður.  Galli: Maður kastar þeim alveg örugglega ekki jafn langt við erfiðar aðstæður og þyngri línum.  

Þungar línur: (8-10): Ráða mjög vel við sterkan mótvind og fara vel út.  Gallar: Þungar í kasti nema menn hafi öflugar stangir og þungar, leggjast þungt á vatnsflöt.  Erfitt að nota smáflugur því línan er einfaldlega svo þung að hún getur rifið úr sé tæpt tekið.

Meðalnormið, hvert er það?

Lína fyrir númer sex, miðlungshröð stöng, og þú ert í góðum málum.

Nánari leiðbeiningar um stangarval eru hér og spjallað um stangir hér.

 

Hvað með hjól?

Hjólið þarf ekki að vera flókið.  Mörg dýrustu hjólin eru alltof flókin og tæknileg fín fyrir venjulega veiði.  Stilltu bremsuna þannig að þegar þú kippir hressilega í línuna renni hún vel út, án þess að losni um línuna á spólunni.  Njóttu þess svo að veiða. Hreint út sagt: línan er mikilvægari en hjólið, stöngin er mikilvægari en hjólið, flugan er lang mikilvægust af þessu öllu!


Hvað þýða skammstafanir?

Á línum:  WF-6 F þýðir að línan er ,,weight forward", eða framþung, eins og flestir vilja á Íslandi.  Númer 6 þýðir að þyngdin er 6, F þýðir að þetta er flotlína. I er intermediate fyrir millisökkhraða og S er sink, sökklína.  En hafðu ekki áhyggjur, verslanirnar eru fullar af sérfræðingum um þessi mál. Spurðu bara.

Á stöngum:  "9" 5 wt þýðir að stöngin er 9 fet, fyrir línu númer 5, oft merkt: #5.  Merkinging er nær alltaf rétt fyrir framan handfangið og sýnir lengd og línuþyngd sem passar.  Takið eftir:  Ekki þarf að kaupa línu og stöng frá sama framleiðanda, aðeins þarf að tryggja að línan sé af þeirri þyngd sem stöngin er gefin upp fyrir.  Sumar stangir þola númeri meira en þær eru gefnar upp fyrir og það veit kaupmaðurinn og veitir ráð.


Línuvarnir:

Línan verður smátt og smátt skítug af alls konar lífrænu reki í vatni.  Einfalt er að draga hana út og leggja í bleyti með örlítilli sápu, þurrka hana svo vel og spóla inn aftur.  Eða:  Draga út á vatnsbakkanum, fara yfir með klút, og bera svo á bón eða sleipiefni sem fæst í öllum veiðibúðum.  Köstin snarbatna!

Ef línan er orðin hrjúf og léleg er góð fjárgesting að skipta.  Línan er svo mikilvæg að hún verður að vera góð, veiðiunaður margfaldast með góðri línu.

Hvað þýða skammstafanir á taumum?

hspace=0

Almennt tala menn um , ...punda tauma" en það dugar ekki.  Sverleiki girnistauma er gefinn upp í fjölda X á spólunni eða sverleika.  8x taumur er til dæmis 0.003 þumlungar í þvermál og þolir tveggja punda álag.   (Ekki rugla því saman við stærð fisks, miklu stærri fiskur nær ekki  2ja punda álagi á stöngina ef vel er þreytt). 

Taumar eru almennt gefnir upp í sverleikanum 0X (svert) og niður í 8X sem því miður fást óvíða.  8x er með ca 1 punds álag og er eins og fínt mannshár.   Það ruglar nú myndina að ný taumefni eru mun grennri en áður, því þarf að huga að því að ofurgrannt girni (superstrong) getur verið gefið upp fyrir t.d. 2X en þolað mun meira álag en 2X girni úr öðru efni.  Lesið því á spóluna og athugið álagsþol.   

Kosturinn við ofurgrannt girni er að það þolir meira álag en jafn grannt girni af gamla skólanum.  Því er jafnframt er miklu hættara við sliti ef það rekst í botn, trjágrein eða slíkt.   Finndu það taumefni sem þér líkar við og haltu þig við það.  

Hversu sveran taum á að velja?

Stærð flugunnar og þyngd ræður miklu um æskilegan sverleika á taumi.  Taumur hefur nefnilega mikil áhrif á það hvernig flugan leggst í kastinu.  Stórar flugur lyppast niður í framkasti ef taumurinn er svo grannur að hann nær ekki að rétta úr sér með þyngdina.

Of sver taumur á litla flugu fælir fiskinn því flugan stendur eins og stífur stautur á girninu.  Það er því ekki bara styrkur taumsins sem við höfum í huga, heldur hvort hann nái að bera fluguna fallega fram í kastinu.

Mundu þetta um línur og tauma er hér.

Formúlan:

Hér er einföld aðferð við að velja réttan taum:  Deildu í flugustærðina með fjórum og veldur X-taum eftir því.  Dæmi:  Þurrfluga #12,  deildu með fjórum og notaðu 3X taum.   Stór straumfluga númer 4, deildu með fjórum og notaðu 1X taum.   Smáfluga númer 26 kallar á traum sem er 7X.   Ef maður er ekki viss er best að lækka sig um 1X.  En gæta verður að því að margir hinna ofurgrönnu tauma hafa ekki burð fyrir mjög stórar flugur og eru óþarfir þegar kemur að þeim.

Notaðu ofurgranna (superstrong) tauma á smáflugur, hefðbundið girni á stærri flugur.

Taumar eru ekki eilífir:

Girni þolir ekki sólarljós lengi.  Geymdu það á dimmum stað.   Byrjaðu allar veiðivertíðir með nýju girni.  Og passaðu að verslunin sé með nýja sendingu!   Margir hafa farið flatt á því að kaupa gamalt girni sem kubbast þegar á bakkan er komið.

Höfundur SJH
Endurbirt

12.11.2020

Stelpur veiða laxa

16.10.2020

Tímavélin

20.8.2020

Klinkhammer

17.8.2020

Helgarfréttir

15.8.2020

Tungsten örtúbur

10.8.2020

Fiskifréttir

4.8.2020

Viðtal við KK

24.7.2020

Laxveiði vikan

22.7.2020

Flugan Friggi

18.7.2020

Flugufréttir

26.6.2020

Veiðimynd dagsins

23.6.2020

Mundu veltikastið

21.6.2020

Flottar opnanir

17.6.2020

Veitt og sleppt

16.6.2020

Laxa opnanir

10.6.2020

Laxafréttir

19.5.2020

Sagan um Krókinn

6.5.2020

Dagur í Kjós

3.5.2020

Nýja Sjáland

28.4.2020

Norðan fréttir

24.3.2020

Vika í veiði