Við fengum að skoða flottar silungapúpur:
Sú til vinstri er toppflugulirfan hans, en til hægri er rauða ,,Þingvallapúpan" eins og hún hefur þróast til þessa dags. Og doppurnar? Þær eru fyrir veiðimanninn segir Jensen! Dubbið undir er blandað rautt og blátt.
Toppflugulirfan aftur, en til vinstri er vinyl bobbi.
Þessi brúna er svo ,,Dúkurinn" eins og Jensen kallar hana. Frábærlega veiðileg og skal fara í vatnið með fyrstu flugum!
Ekki gátum við látið við svo búið standa, og mynduðum tvær frumsýningarflugur Flugufrétta frá fyrra sumri í góðu ljósi. Fyrst var það svarti Tóbíinn í fluguformi, eða túbuformi:
Í þá daga sem Jensen veiddi á ,,allt" fékk hann oft góða veiði á svartan Tóbí og útfærði því flugu í sama stíl, þessi er með geit í væng, og kóninn er úr tungsteni til að koma henni vel niður.
Lady Gaga er svo fluga sem hefur sannað sig í laxi, jafnvel hnýtt númer átta og þá án kóns.
Menn verða ekki sviknir af þessu handbragði.
Endurbirtar gæðaflugur frá Engilberti.