2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
4.7.2020

Flugan mín: Feitur Nobbler

 
Þessi er frá Dr. Jónasi, enn eitt dæmið um ótrúlegan fjölda útgáfna af Nobblerum.  Og uppáhaldsfluga margra.

 

Viðmælendur Flugufrétta í áranna rás hafa oft nefnt Nobbler sem sína eftirlætis flugu. Vorið 2010 komu tveir slíkir fram við sitthvort tækifærið og mæru nobblerinn.  Byrjum á öðrum: Jón Gunnar Benjamínsson, stórveiðimaður og formaður veiðifélagsins Sipmly Red, segir að Nobberinn sé uppáhalds flugan sín.


Svona vill Jón Gunnar hafa Nobblerinn!

Jón Gunnar segir auðvitað erfitt að gera upp á milli flugna og flestum þyki flottast að nefna sem smæstar flugur, ,,en ég fullyrði að upphaflega útgáfan að Nobbler sé uppáhalds flugan mín og helst vil ég að Sveinn Þór Arnarsson hnýti hana. Þá veit ég að flugan er sterk og eins og hún á að vera. Ég ætla ekki að reyna að halda því fram að ég noti hana í litlum útgáfum, því engin önnur fluga hefur gefið mér jafn góða veiði í urriðaparadísinni Laxá í Þing eins og Nobblerinn svarti og til að ganga nú endanlega fram af fagurkerunum þá nota ég hana mjög oft í stærð 2!"


Jón Gunnar við veiðar í Laxá. Jón er lamaður er lætur það ekki aftra sér á fjórhjólinu.

Það er kyngi mögnuð tilfinning að kasta þessari flugu efst í Þuríðarflóanum fagra í Laxánni, helst frá suðurbakkanum. Þar er straumurinn sterkur og dýpið gott og ég bara veit að hann er þarna. Stóri og feiti Nobblerinn æsir hann upp, sérstaklega þegar strippað er hratt. Þetta er þrælavinna, ég tala nú ekki um þegar maður notar sökklínu. En laun erfiðisins eru gríðarlega öflug taka, alger negling og í kjölfarið koma svo stórskemmtileg slagsmál við sterka urriða. Og það er ekkert skemmtilegra en einmitt það! 

Margir aðrir hafa bundist Nobblernum miklum tryggðarböndum og Þórir Grétar Björnsson er einn þeirra. Hann hefur enda til þess ærna ástæðu, hefur mokveitt á Nobblera sem vinur hans hnýtir.


Þórir býr sig undir að sleppa laxi og kyssir hann bless. Óvíst er þó talið að þessi fiskur hafi tekið Nobbler.

?Margar flugur hafa lent í þessum flokki, ýmist þá uppáhaldspúpan, strímerinn eða jafnvel túpan. Lengi vel var það flugan Matta sem eingöngu var hnýtt í tvíkrækju fyrir lax eða silung en um hana var fjallað hérna á flugum.is fyrir mörgum árum síðan. En margt hefur breyst síðan þá.

Lært af Stebba Hjalt

Veiðifélagi minn og vinur, Nökkvi Svavarsson, er feiknagóður hnýtari og eitt kvöld fyrir mörgum árum var hann boðaður í hús úti í bæ til þess eins að læra hnýta eina tegund af flugu en sú fluga var Nobbler og kennarinn engin annar er Stefán Bjarni Hjaltested. Nökkvi, sem er með greind vel fyrir ofan meðallag, þurfti bara þetta eina kvöld til þess að ná undirstöðuatriðum í þessari listasmíði, sem við vorum búnir að dást að eftir að hafa eytt næstum mánaðarlaunum í að fylla boxið af þessu góðgæti úr veiðiverslun.


Nökkvi hnýtir Nobbler.

Gefur alls staðar fisk

Eftir þetta var ekki aftur snúið með uppáhalds-flugu hjá mér og ég hef gengið svo langt að fara í nokkura daga veiðiferð með ekkert annað en Nobblera frá Nökkva, til dæmis í Veiðivötn og á Arnarvatnsheiði. Við veiðum vel með Nobbler á öllum silunga- og sjóbirtingsstöðum sem við heimsækjum.

Silungasvæðið neðan virkjunnar í Laxá í Aðaldal er í miklu uppáhaldi hjá mér og þar hef ég notað nánast eingöngu Nobbler síðustu árin og gengið frábærlega.


Nobbler frá Nökkva.

Þessar flugur frá Nökkva fást ekki í verslunum. Þær eru hnýttar í alls konar litbrigðum og jafnvel í diskóútliti.

Ég fann eina dæmigerða eftir hann sem er birt hér að ofan en hún er ekki fullhnýtt eins og sést á hausnum. Þarna er hann búinn að setja gullrass á hana (já þetta er frá 2007) og þessi virkar sérstaklega vel, ekki síst í svörtum eða bleikum lit.? 

Eins og við segjum: Lengi má nobbler reyna!

 Endurbirt Nobbler hugleiðing

12.11.2020

Stelpur veiða laxa

16.10.2020

Tímavélin

20.8.2020

Klinkhammer

17.8.2020

Helgarfréttir

15.8.2020

Tungsten örtúbur

10.8.2020

Fiskifréttir

4.8.2020

Viðtal við KK

24.7.2020

Laxveiði vikan

22.7.2020

Flugan Friggi

18.7.2020

Flugufréttir

26.6.2020

Veiðimynd dagsins

23.6.2020

Mundu veltikastið

21.6.2020

Flottar opnanir

17.6.2020

Veitt og sleppt

16.6.2020

Laxa opnanir

10.6.2020

Laxafréttir

19.5.2020

Sagan um Krókinn

6.5.2020

Dagur í Kjós

3.5.2020

Nýja Sjáland

28.4.2020

Norðan fréttir

24.3.2020

Vika í veiði