2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
5.7.2020

Traust silungsveiðibox frá Loga Má Kvaran

  

Logi Már Kvaran var í hópi veiðimanna þegar Elliðavatn var opnað sumardaginn fyrsta 3013.  Logi Már sýndi okkur óhikað í boxið sitt og má segja að það sér 100% öruggt í Elliðavatn að vori og miklu víðar, svo sem á Þingvöllum og í vötnum yfirleitt  Hann veit greinilega hvað þarf og flugur.is geta óhikað mælt með þessu úrvali. 

Hér að ofan má sjá afbrigði af hinni vinsælu, öruggu, klassísku, veiðnu en umfram allt fallegu Watson's Fancy.  Þessi með rauða afturbúkinn og svarta frambúkinn.  

Næst okkur er hún smágerð, án kúlu, líklega stærðir 12-14 og myndi veiða vel þegar hlýknar og notuð í yfirborðinu.  Fjær er svo gamalt og gott afbrigði sem Engilbert Jensen kom með fyrstur, þar er búið að setja hvítt bak (t.d. chenille) yfir svarta framendan og kúla komin.  Þessi er ótrúlega skæð og mun gefa í öllum vötnum, prófið hana númer 10 á Þingvöllum.

Fyrir miðju er svo Peacockinn, næst okkur í stærra lagi á íbjúgum öngli (grubber, væntanlega) og með kúlu.  En Peacock er ekki bara Peacock. Fjær eru flugur með kúlu en minni, á beinum öngli.  Framan við eru svo klassískir Peacockar, án kúlu eins og Kolbeinn hnýtti hana fyrst.

Þetta eru afbrigði sem allir verða að eiga.  Varla þarf svo að nefna að fyrir framan Peacockinn eru svo Krókar, en margir nota ekkert annað í silung í vötnum!  Þessi röð er öryggið uppmálað.

  

Logi Már Kvaran var nýkominn af hnýtingakvöldi í Hafnarfirði og hafði unnið hnýtingakeppni!
Hér er svo fleira frá meistaranum:


Það er alltaf gaman að sjá menn hafa Zulu með, þessi með rauða rassinum.  En fyrir ofan hana t.v. er ein af þeim traustu og góðu, Teal and Black lirfan, (sú svarta með ljósa bakinu) sem má segja að sé ,,hvar sem er hvenær sem er" fluga í silung.  Þessr fjórar saman fyrir miðju eru all bústnar og duga vel í köldu vatni í vor eða allt sumarið á Þingvöllum, en fyrir framan má svo sjá þrjár saman af minni gerð án kúlu.  Gott að eiga báðar útgáfur.


Þessar gulu eru í áttina að vorflugulirfum.  Klassískur Jock er einfaldlega með gualn afturbúk og svartan frambúk, en hér er komið vænghús yfir svarta/gráa  framhlutann.  Til hægri á myndinni eru svo þrjár sem minna mjög á fluguna sem í flugnabók Jóns Inga er kölluð Killer Sigurbrands (Dagbjartssonar).  Sú mun gera það gott á Þingvöllum en þessar eru báðar eigulegar hvar sem er.  (Sjá grein um Þingvallavatnsflugur)


Ekkert box er fullkomið án Héraeyra, sjá þessar þrjár fyrir aftan Krókinn.  Fyrir framan þær til hægri á myndinni eru svo flugur út í Pheasant tail, en takið eftir bakinu yfir vænghúsið: Í stað fjöður er kominn glitþráður sem glampar á.  Önnur er vafin aftur með koparvír, hin ekki.  Allt eru þetta hreinræktaðar stórveiðiflugur.


Og svo er það Tailorinn, auðvitað.  

Þumalfingurinn bendir á pattaralegar Watson's Fancy, en fyrir aftan þær eru þrír svartir Tailorar, og við hliðina á þeim þrír brúnir.  Þessa útgáfu höfum við ekki séð lengi, með gulum þræði yfir framhlutann.  Oftast er hann hvítur.  Takið svo eftir llitllum svortum vinilbobbum þarna fyrir aftan.  Þetta eru einfaldar flugur: Svartur vinill vafin í búk en fllúrljómaður appelsínugulur hringur aftan við svarta kúlu.  Jensen hnýtir bobbann svona án kúlu, en notar þykkan (sveran) vinil sem hann segir að þyngi nóg.

Hér má segja að komið sé ákaflega traust og fallegt box fyrir hvaða veiðimann sem er í vötnin við borgina og land allt.

Sjá: Auðveldar púpur. fyrir þá sem vilja byrja að hnýta.

Viltu fræðast um allt það helsta og besta í fluguveiðum á Íslandi?  
Vikulega?  Þá er veftímaritið fyrir þig.

 

 Já! 

Ég vil gerast félagi í netklúbbnum og gerst áskrifandi að Flugufréttum nú þegar fyrir aðeins 145 verðlausar krónur á viku. 
Smelltu hér til að skrá þig

Nýir áskrifendur fá ókeypis aðgang að öllum tölublöðum sem komið hafa út síðan 17.júní 2000 og ókeypis aðang að ölu efni á vefnum.  Þá hafa áskrifendur not af leitarvélinn á vefnum sem opnar allan gagnabankann með einum smelli af mús.

 Endurbirt flugubox Loga frá 2014

12.11.2020

Stelpur veiða laxa

16.10.2020

Tímavélin

20.8.2020

Klinkhammer

17.8.2020

Helgarfréttir

15.8.2020

Tungsten örtúbur

10.8.2020

Fiskifréttir

4.8.2020

Viðtal við KK

24.7.2020

Laxveiði vikan

22.7.2020

Flugan Friggi

18.7.2020

Flugufréttir

26.6.2020

Veiðimynd dagsins

23.6.2020

Mundu veltikastið

21.6.2020

Flottar opnanir

17.6.2020

Veitt og sleppt

16.6.2020

Laxa opnanir

10.6.2020

Laxafréttir

19.5.2020

Sagan um Krókinn

6.5.2020

Dagur í Kjós

3.5.2020

Nýja Sjáland

28.4.2020

Norðan fréttir

24.3.2020

Vika í veiði