2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
8.7.2020

Bestu brögðin við bleikjuna: 10 heilræði til að prenta - endurbirt

 
Falleg bleikja. Mynd: Veiðifélagið Kvistur

Sjóbleikjan er oft mesta ögrun stangveiðimanna á Íslandi. Hér í greininni eru 10 óbrigðular aðferðir til að veiða sjóbleikju og einni betur.  Þú verður að kunna þær allar.

Flugufréttir hafa fjallað um flugunar og val á þeim í sjóbleikjuna.  En hugsanlega erum við of upptekin af flugnavali og vanrækjum að hugsa um veiðiaðferðir? Kannski. Og þó ekki.  Þetta tvennt er svo samtvinnað.

Á flugur.is eru margar greinar um sjóbleikjuveiðar og kannski segir titill
einnar meira en nóg: ,,Þegar Heimasætan og Peacock eru ekki nóg".   Og mætti bæta við, ,,og þegar ekki nægir einu sinni að kasta Flæðarmús líka!" Margir fara aldrei af því stigi að veiða sjóbleikju með Flæðarmús/Heimasætu eða Peacock aðferðunum.   Og tala svo um óstjórnlega dynti ef þeir fá ekki neitt og allt vaðandi í fiski í kringum þá!

Hvaða aðferðir þarf sjóbleikjumaðurinn að kunna?

1)   Straumflugan.  Algengust og ofmetnust.  Flæðarmús, Heimasæta,
appelsínugulur nobbler, Black Ghost, Dentist og fleiri í það óendanlega.
En reynið að breyta um inndrátt í staðinn fyrir að skipta endalaust um flugu ef ekki tekur.  Hefðbundin eru hæg inntog sem smám saman verða hraðari er flugan kemur nær landi.  Reynið einnig: stutt ör tog, mismunandi
blæbrigði; eða: látið fluguna sökkva vel, dragið svo eins hratt og hægt er með hörðum rykkjum.  Reynið líka algjörlega dautt rek í straumi.  Sama flugan getur gefið mok og áður var dauð - ef skipt er um inndráttaraðferð.

2)   Kúluhausar.  Næsta algengasta aðferðin.  Andstreymis (já, líka á útfalli í ósum), og látið reka með straumi.  En reynið líka að láta hana sökkva og draga svo inn með mishröðum og mislöngum rykkjum.  Finnið rétta hrynjandi og munið hvernig þið gerðuð þegar hún tók!  Flugur: Peacock með kúluhaus, Pheasant tail, Guðmann, Héraeyra, Buzzerar ? Úrvalið er endalaust!

3)   Litlar þríkrækjur.  Númer 12 eða 14 eða jafnvel 16.  Rauð francis með gullkrók númer 14 eða 16 er algjör snilld!  Reynið einnig litlar bláar.
Hér er ofur venjulega fluga: silfur þrírkrókur, appelsínugult skegg, bleikur vængur.  Ekkert meira!  Hér er inndrátturinn oft lykilatriði.  Undir þennan flokk falla líka þríkrækjur eins og Whisky fly, Varði og laxaflugur eins og Undertaker, Hairy Mary, o.s.frv.  Gleymið ekki Green Brahan!

4)   Gárubragðið.  Já!  Bleikjan getur orðið vitlaus í flugur með gárubragði.  ,,Hitsið" (sjá greinar á vefnum) virkar vel á þær.  Litlar gárutúpur eru góðar, eða litlar silungaflugur, einkrækjur, t.d. Silver Teal, með bragði um hausinn.  Reynið í hávaðaroki alveg eins og í logni.

5)   Örtúpur.  (Mikrótúpur).  Tilbrigði við 3 og 4.  Vaðandi bleikja getur fúlsað við öllu eins og dæmin sanna, þar til örtúpa (t.d. Hairy Mary) er dregin hratt í gegnum torfuna í yfirborðinu.  Langur taumur, létt köst, og dregið hratt inn.  Litlar keilutúpur eru tilbrigði: Reynið Dentist með svörtum hárum, appelsínugulum kraga og keilu.

6)   Marfló.  Algengasta fæði sjóbleikju í ósum.  En ótrúlega fjölbreytt að
stærð og lit.  Erfitt getur verið að hitta nákvæmlega á réttu marflóna í
hvert skipti.  Hugsanlega er betra að reyna að freista bleikjunnar með aðferðum 2-5.  En nauðsynlegt að eiga marflóarlíki til að reyna.  Litbrigði marflóar í bleikju geta verið: græn, grá, gul, appelsínugul og dökkt út í svart og miklu meira, stærðir frá númer 10-16.  Sýnir hve erfitt getur verið að hitta á það rétta ef hún vill ekkert annað og skýrir marga skráveifuna sem við verðum fyrir fisklausir veiðimenn.

7)   Lirfur, pöddur.  ,,Litlar svartar" er safnheitið yfir þetta þegar komið er ofar í árnar, já, og jafnvel í ósum.  Bleikjan  getur læst sig í ákveðið æti smádýra, oft lirfa sem er á leið til yfirborðs að klekjast.  Ef sést á hringi undan fiski undir yfirborði (ekki á yfirborði) er þetta málið.  Oft má sjá glampa á kvið þegar þær snúa sér á eftir smádýrum.

Þetta eru sannanir fyrir því að nú eigi að skipta yfir í smápöddur.  (Sjá grein í Flugufréttum í júlí 2002: Þetta litla svarta).  Bleikjan getur hafnað öllu sem er stærra en 14-16.  Láttu reka með straumi eða dragðu inn með
ofursmáum rykkjum.  Þú verður undrandi!  Notaðu tökuvara ef ekkert gengur.
Það gæti gert útslag. Of neglir bleikjan, en öðrum stundum rétt nartar hún.
Flugur:  MME, Tailor, lítill Peacock, Buzzer (svartur, rauður, grænn),
Pheasant tail. Stærðir 14-16 allt án kúlu, og svo fjöldi annarra
litbrigða.

8) Leyniráð: Prófaðu blóðorm!  Kunnugir segja að silungur sem er á kafi í
tilteknu æti muni ekki standast blóðorm standi hann til boða.  Það er mikið
til í því.

9) Leyniráð 2:  Lærðu að veiða á ,,viðhengi" (dropper).  Settu 2-3 litlar
flugur í röð á grannan taum og leitaðu þannig að þeirri réttu.  Smærra er oft betra.

10)  ,,And þurrfluga of course!"  Black Gnat er augljós, en það er ekki nóg.  ,,Caddis" flugur nefnast fiðrildalíki á ensku, taktu eftir hvílík fiðrildafjöld er á sveimi kringum þig.  Og hvað þau eru stór!  Notaðu langan grannan taum (4-6x) og veiddu eins og maður (sjá greinar á vefnum, fullt af þeim).

Þessar duga vel:  Royal Coachman, Evrópa, CDC flugur (einkum frá Marc
Petitjean), Moskító.   Þú verður að eiga: svarta, brúna, gráa.  Stærðir 10-16. Því miður.  Úrvalið verður að vera gott.  Leyniráð #3: Prófaðu maur. (Grein um maur á vefnum).

Niðurlag: Hér hefur þú lært 10 aðferðir til að veiða sjóbleikju, ein ætti að duga hverju sinni.  Ef ekki er sú ellefta eftir:  Oft hangir lirfa í yfirborðinu og er við það að klekjast út, er hvorki í kafi - né ofaná filmunni eins og þurrfluga.  Þetta getur verið nákvæmlega það sem bleikjan vill. Hvað gerir þú þá?  Bölvar því að hafa ekki fengið þér ,,svampflugu" sem er lirfa með flot (svamp) á bakinu svo hún dingli í vatnsskorpunni.  En þú mátt auðvitað ekki vera ósigrandi á bleikjuveiðum.

Ps.  Og svo er eitt leyniráð enn: Þegar bleikjan er gengin í ár verður hún smám saman erfiðari eftir því sem nær dregur hrygningu.  Láttu fluguna skríða með botni.  Annað hvort undan straumi á hraða vatnsins, eða dragðu hana eins hægt og þú mögulega getur þannig að þú finnir hana skrapa botn. (Hairy Mary virkar!)

PPs.  Auðvitað sleppum við öllum legnum boltableikjum.  Við erum búin  að veiða svo mikið hvort sem er með öllum þessum heilræðum!

Höfundur SJH
Endurbirt heilræði

12.11.2020

Stelpur veiða laxa

16.10.2020

Tímavélin

20.8.2020

Klinkhammer

17.8.2020

Helgarfréttir

15.8.2020

Tungsten örtúbur

10.8.2020

Fiskifréttir

4.8.2020

Viðtal við KK

24.7.2020

Laxveiði vikan

22.7.2020

Flugan Friggi

18.7.2020

Flugufréttir

26.6.2020

Veiðimynd dagsins

23.6.2020

Mundu veltikastið

21.6.2020

Flottar opnanir

17.6.2020

Veitt og sleppt

16.6.2020

Laxa opnanir

10.6.2020

Laxafréttir

19.5.2020

Sagan um Krókinn

6.5.2020

Dagur í Kjós

3.5.2020

Nýja Sjáland

28.4.2020

Norðan fréttir

24.3.2020

Vika í veiði