2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
9.7.2020

Heilræði: Spurt og svarað um Hörgsá, Þórisvatn, Seglbúðasvæðið og Hofsá, silungasvæði


Fallegur sjóbirtingur með Nobbler í kjaftinum. 

Við hjá Flugur.is höfum sent út vikuleg fréttabréf á föstudögum, í áraraðir, alla föstudag frá 2000. Við eigum aragrúa af efni sem hefur aðeins birst áskrifendum fréttabréfsins Flugufrétta. Þetta árið höfum við verið að krafla í yfirborðið á þessu efni. Núna birtum við daglega fréttir á vefnum okkar, nýjar fréttir af veiði dagsins í dag, endurbirt heilræði og uppskriftir af fengsælum flugum. Þetta birtist ykkur kæru lesendur endurgjaldslaust og vonum við að þið hafið gagn og gaman af! 

1) Hörgsá 
Spurt er um heilræði fyrir fólk sem er að fara í Hörgsá að hausti.  Jón Þröstur svarar og gefur eftirfarandi svör byggð á eigin reynslu.  Fyrir þá sem nota spón segir hann að svartur Toby sé svarið.  En svo kemur hitt:

"Hylir eru veiddir neðanfrá, best er að sleppa því að skygna
hylina.  Flugur: svartur Nobbler, Black ghost, hraðsökkvandi línu. 
Ég hef farið í Hörgsá í nokkur ár og var á seinasta hausti með flesta veidda fiska, stærsta fiskinn á flugu 7,5kg. Þessi stóri fékkst á fluguna KELI BRÓÐIR, hún fæst í  VEIÐISPORT á Selfossi.Veidi 5 af 13 fiskum.

Með kveðju JÓN

2) Seglbúðasvæði Grenlækjar

Spurt er um Seglbúðasvæðið í Grenlæk, sérstaklega bleikjuna, en þegar kemur fram í ágúst ætti sjóbirtingur að vera genginn.  Sjh svarar:

Stórskemmtilegt svæði, en bleikjan er erfið. Ég hef náð fínum bleikjum þarna en með gríðarlegri fyrirhöfn.  Veiðileiðsögn um þetta svæði birtist í Veiðimanninum 1999.

Bleikjan er mjög erfið. Eins og önnur bleikja er hún mjög dyntótt. Ég kastaði á torfu sem ég sá, og fór mjög varlega að. Þær gáfu sig ekki fyrr en eftir mjög langan tíma. Og svo alls ekki. Loks í þriðju tilraun á 12 tímum kastaði ég á þær og þá hrukku þær í gang og ég tók fimm. Það var eins og slökkt hefði verið á þeim í heilan dag, og svo gefinn rafstraumur.

Ég hef oft hugsað um þetta og velt fyrir mér hvað sé í gangi. Staðreynd: Stundum er EKKERT sem gengur. Þá er að taka því 
Staðreynd: Stundum hrökkva þær í gang. Þá er að vera viðstaddur.
Staðreynd: Fara varlega og reyna fjölbreyttar aðferðir.

Straumflugur eru ofmetnar þótt góðar séu. Hafðu appelsínugulan nobbler, Flæðarmús og Dentist (#6-10/12)

Notaðu kúpur andstreymis. Læðstu niður fyrir hyl ÁN ÞESS AÐ SKYGGNA og kastaðu upp meðfram bökkum og svo í hylinn miðjan. Peacock með kúluhaus, Héraeyra, fleira slíkt. 

Þessi aðferð gagnast líka í sjóbirting, ekki gleyma því!

Læddu út þurrflugum: Black Gnat, Evrópu, Maur.  Sjóbirtingurinn gín líka við þessum!

Og svo litlar votflugur: Zulu reyndist mér vel, Dentist númer 12 er góð hugmynd.  EKKI gefast upp þó tregt sé!

3)  Þórisvatn

Spurt er um Þórisvatn og einn félagi með veiðireynslu sendir þessar þarflegu ábendingar:

"Sælir!
Þar veiddi ég síðasta sumar og fannst umhverfið við vatnið hálf
kaldranalegt, en vonin um stóran urriða réð ferðinni.  Samkvæmt þeim
upplýsingum sem ég fékk þá er eini staðurinn sem gefur eitthvað og ekki er
mórauður svokallaður Eystri-Botn.  Þetta er smá lón sem liggur við eystri
enda Þórisvatns að norðanverðu.  Það er afleggjari (vel merktur) frá
veginum inn í Veiðivötn að þessum Eystri-Botni og er hann ef ég man rétt 18
km og eingöngu jeppafær.  Þarna er sæmilegasti hálendisskáli, en umhverfið
er líklega eins og á Mars, ekkert nema sandur og grjót.  Fórum við
félagarnir fullir bjartsýni um að hægt væri að fá góðar tökur á streamera.
Skemmst er frá því að segja að ekkert fékkst á fluguna, en um kvöldið fórum
við að berja með spónn og fengum 5 urriða alla um 1,5 pund.  Reyndum við
aðeins í Þórisvatninu sjálfu en það er drullugra en fjóshaugur.

Að sögn kunnugra er best koma þarna fyrst á vorin og þá helst áður en
formlegur opnunar tími hefst (????).  Þá verða menn að vera vel birgir af
síld, markríl og hvað þetta allt heitir. Þetta var samt ágætis veiðreynsla."

4) Silungasvæði Hofsár (efra)

Magnús á Egilsstöðum spyr um þetta fræga svæði.  Pálmi Gunnarsson var svo vinsamlegur að gefa heilræði:

Efra silungasvæðið byrjar um miðjan Jónshyl sem er æði langur strengur.
Ég myndi veiða strenginn þ.e.  þann hluta sem tilheyrir efra svæðinu og
veiða hann austan megin.   Þar getur legið bleikja í straumskilum.

Hinsvegar er Fellshylur sá veiðistaður sem gefur flestar bleikjur.   Þar
er veitt frá broti á mjög grunnu vatni niður í nokkuð djúpan hyl sem síðna
breiðist út í langa mjög hægrennandi breiðu.     Hér borgar sig að fara
varlega og vaða sem minnst þar sem fiskurinn liggur oft alveg við land og á
mjög grunnu vatni.     Hefðbundnar silungaflugur gefa oft vel og hafa
Heimasætan (hönnuð í veiðihúsi við Hofsá)  og Wisky flugan (vopnfirskir
fiskar eru drykkfelldari en aðrir fiskar)  gefið ágætlega. 

Hafþór vinur minn Róbertsson bleikjubani hnýtir yfirleitt á þríkróka. Kúluhausarnir eru öflugir og litlar yfirborðnympur.    Uppáhaldið er þó að veiða Fellshyl með þurrflugu og nú er fiðrildið farið að fljúga.

Ofan við Fellshyl kemur Símastrengur sem var á sínum tíma afar gjöfull
laxveiðistaður en eyðilagðist í framhlaupi.   Þar fyrir ofan kemur Pálmi
sem gefur stundum lax þegar vel lætur.   Síðan Hagahylur og er ástæða til
að veiða miðhluta hans því þar leggst bleikja til hrygninga.   Efsti
staðurinn á efra silungasvæði er svo strengur fyrir ofan Hagahyl sem gefur
gjarnan lax.   Ef verið er að kasta fyrir lax þá myndi ég nú bara vera
duglegur að skipta um flugur.    Þess ber að geta að Frances er bannaður í
Hofsá !!!!!!!
Góða skemmtun
Pálmi Gunnarsson

Endurbirt heilræði frá Flugur.is

12.11.2020

Stelpur veiða laxa

16.10.2020

Tímavélin

20.8.2020

Klinkhammer

17.8.2020

Helgarfréttir

15.8.2020

Tungsten örtúbur

10.8.2020

Fiskifréttir

4.8.2020

Viðtal við KK

24.7.2020

Laxveiði vikan

22.7.2020

Flugan Friggi

18.7.2020

Flugufréttir

26.6.2020

Veiðimynd dagsins

23.6.2020

Mundu veltikastið

21.6.2020

Flottar opnanir

17.6.2020

Veitt og sleppt

16.6.2020

Laxa opnanir

10.6.2020

Laxafréttir

19.5.2020

Sagan um Krókinn

6.5.2020

Dagur í Kjós

3.5.2020

Nýja Sjáland

28.4.2020

Norðan fréttir

24.3.2020

Vika í veiði