Gústaf Gústafsson laumaði að okkur flugu sem hann kallar Drottninguna. Fluguna hefur hann notað með góðum árangri, sérstaklega í sjóbirting, síðustu árin. Fluguna segist Gústaf setja undir þegar allt annað klikkar og oftar en ekki fær hann líflegar tökur. Gústaf er núna staðarhaldari í Laxá í Mývatnssveit og hann hefur eflaust prufað að sveifla flugunni fyrir staðbundnu urriðana í Drottningu urriðaá.
Gústaf segist gjarnan nota Ken Sawada, long limerick öngla, númer4 eða #6. Oft þyngir hann fluguna með blýi, en uppskriftin er svona:
Öngull; Straumfluguöngull #4 eða #6
Tvinni: Glo-brite orange
Búkur: Mylar tubing silfur
Vængur: Kanínuhár á skinnræmu.
Skegg: Brún hackle fjöður hringvafin
,,Ég vef blýi um öngulinn og festi svo með Glo brite orange tvinna. Næst kemur Mylar silfur og læt það ná cirka að enda á beygju þannig að það komi aðeins smá skott. Ég festi svo skottið með tvinnanum. Þar næst kemur hvítt kanínuskinn og festi það bara við hausinn þannig að það dinglar laust fyrir aftan. Vængurinn er ekki látinn vera lengri en sem nemur öngullengdinni, fyrir vikið er fiskurinn ekki að narta í vængendann heldur tekur hann fluguna. Að endingu hringvef ég með brúnni hackle fjöður 2 hringi og mynda svo haus með Glo-brite tvinnanum,? segir Gústaf.
Við skiljum vel þá sjóbirtinga sem falla fyrir Drottningunni.