2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
1.8.2020

Hólmsá: Veiðiperla hjá Reykjavík, leiðsögn

 

Við Hólmsá í nágrenni Reykjavíkur

Ragnar H. Björnsson, formaður Ármanna, hefur tekið ástfóstri við Hólmsá, sem rennur í Elliðavatn. Mörg okkar taka varla eftir ánni þegar bið höldum austur fyrir fjall, gjarnan til þess að veiða í ám sem kannski gefa ekki meiri afla og kosta meira.

Það eru nokkur ár síðan Ragnar kolféll fyrir Hólmsá en það gekk ekki þrautalaus fyrir sig, ,,því fyrstu tvö árin fékk ég varla fisk, þótt ég sæi mikið af honum. Núna fæ ég oftast alla vega einn, oft meira," segir Ragnar sem hefur sett kvóta á sjálfan sig í Hólmsá og tekur nú aldrei fleiri en fjóra fiska með sér heim.

Hólmsá tilheyrir vatnakerfi Elliðavatns og veiðileyfin fást á bænum Elliðavatni. Veiði í Hólmsá er eingöngu leyfð til fyrsta júlí. Þá er henni lokað til að vernda laxinn úr Elliðaánum sem skríður upp í Hólmsá til þss að hrygna. Ragnar segist hafa fullan skilning á þessu verndunarsjónarmiði, ,,þótt innst inni finnist mér ósanngjarnt að það sé verið að loka þessari perlu fyrir silungsveiðimönnum sem vilja ekkert með laxinn gera, enda slítur hann bara grönnu taumana okkar, ef svo olíklega vildi til að hann tæki fluguna!"


Buzzer sem reynst hefur vel í Hólmsá.

Hólmsá er víða mjög grunn og Ragnar segist aldrei vera með annað en flotlínu þegar hann er á bökkum árinnar ,,og yfirleitt nota ég þurrflugu, oftast buzzer og þá gjarnan með appelsínugulu baki. Galdurinn við tökuna er síðan sá að bregða afskaplega fljótt við fiskinum. Því hefur oft verið haldið fram að það eigi að bíða með að breða við fiskinum þegar veitt er með þurrflugu, láta hann sjálfan um að festa sig, en þótt það eigi kannski við í stöðuvötnum, er annað uppi á tengingnum í Hólmsá. Þar þarf að bregða skjótt við fiskinum. Helst áður en hann tekur.

Ragnar segir hentugast að leggja bílnum við stóru búna yfir Hólmsá og ganga þaðan upp með ánni en töluvert frá bakkanum, því áin er grunn og tær og fiskurinn fljótur að fælast. Á myndinni hér fyrir ofan sést vel hvað Ragnar gengur langt frá ánni og hann telur best að byrja veiðina við litlu flúðirnar sem bera nánast við hendur hans á myndinni. Þaðan og niður á brú er nánast samfellt veiðisvæði og það tekur um það bil tvær til þrjár klukkustundir og veiða það í rólegheitunum.

,,Þegar þangað er komið sest ég niður í nokkrar mínútur til þess að róa fiskinn, hafi hann séð mig. Síðan byrja ég að kasta, nettum köstum, þá skiptir miklu máli að flugan berist að fiskinum á sem eðlilegastan hátt. þurrflugan verður að berast nokkuð frjáls niður ána til þess að hann taki. Fiskurinn virðist lítið sæka í hana, ef hún skautar eftir yfirborðinu og myndir rákir."

,,Þar sem áin er bæði lítil og afskaplega grunn, skiptir það mjög miklu máli að láta fara lítið fyrir sér, krjúpa á bakkanum og kasta þannig að sem minnstar líkur séu á því að fiskurinn komi auga á veiðimanninn."

Ragnar segir að bestu skilyrðinn til veiða í Hólmsá séu þegar það er sólarlaust og nokkur gola, helst að norðan eða austan, þannig að áin gárist, ,,því þá eru alltaf minni líkur á því að fiskurinn sjái mann. En hann tekur þurrfluguna í gárunni, það er engin hætta á öðru!"

Ragnar segist oft skreppa í Hólmsá eftir vinnu á daginn, ,,enda afskaplega stutt að fara. Oft set í ég fisk, en ekki alltaf. En það er eitt af boðirðum Ármanna að fá hámarks ánægju út úr lámarsk veiði og ætli ég sé þá ekki ánægðastur þegar ég veiði ekki neitt," segir Ragnar og bætir því hlægjandi við að þetta sé góð afsökun fyrir því að láta ekki veiðileysi hafa leiðinleg áhrif á sig, þótt það skipti ekki máli í Hólmsá því það þar er bæði fallegt og gott að vera.

-þgg

Endurbirt heilræði frá 2005

12.11.2020

Stelpur veiða laxa

16.10.2020

Tímavélin

20.8.2020

Klinkhammer

17.8.2020

Helgarfréttir

15.8.2020

Tungsten örtúbur

10.8.2020

Fiskifréttir

4.8.2020

Viðtal við KK

24.7.2020

Laxveiði vikan

22.7.2020

Flugan Friggi

18.7.2020

Flugufréttir

26.6.2020

Veiðimynd dagsins

23.6.2020

Mundu veltikastið

21.6.2020

Flottar opnanir

17.6.2020

Veitt og sleppt

16.6.2020

Laxa opnanir

10.6.2020

Laxafréttir

19.5.2020

Sagan um Krókinn

6.5.2020

Dagur í Kjós

3.5.2020

Nýja Sjáland

28.4.2020

Norðan fréttir

24.3.2020

Vika í veiði